Ritari Samfylkingarinnar segir Gillz að fokka sér Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2016 10:52 Egill ekki sáttur við Óskar. Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, sagði Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillz, að fokka sér eftir að sló í brýnu á milli þeirra á Twitter um ellefu leytið í morgun. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Óskar fer mikinn á Twitter en hann fór hörðum orðum um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs flokksins. Egill er ekki þekktur fyrir annað en að hafa munninn fyrir neðan nefið. Umræðuefni þeirra Egils og Óskars var brjóstagjöf í pontu á Alþingi í gær, en Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti heimsathygli í gær þegar hún var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. Unnur Brá eignaðist stúlku þann 1. september síðastliðinn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem þingmaður hefur stigið í ræðustól Alþingis með barn á brjósti, en atvikið hefur vakið lukku og þykir einkar fallegt. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sagðist í gær ekki vera sá tréhestur að hann myndi fetta fingur út í að þingkona væri með kornabarn með sér í þingsal.Atvikið vakti sérstaklega mikla athygli á Twitter og fékk Unnur mikið hrós fyrir. Einkaþjálfarinn og útvarpsmaðurinn Egill Einarsson var aftur á móti ekki sáttur við eitt tíst sem kom frá Óskari Steini Jónínusyni Ómarssyni, ritara Samfylkingarinnar, sem tísti; „Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.“Egill varpaði í framhaldinu fram þessari spurningu; „Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst?“Óskar Steinn svaraði Agli um hæl; „Þú hefur kallað nafngreindar konur ógeðslegar, geðsjúkar portkonur og hvatt til nauðgana á þeim. Svo fokkaðu þér. Myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.“Hér að neðan má sjá samskiptin þeirra á Twitter. Kæri Samfylkinga-Óskar. Gætirðu mögulega gefið út topic-lista fyrir konur þar sem þær geta séð hvað þær mega ræða þegar þær gefa brjóst? https://t.co/ZfvMIRIJgC— Egill Einarsson (@EgillGillz) October 13, 2016 Frumvarpið sem Unnur Brá talaði fyrir í dag (með barnið á brjósti) snýst um að vísa útlendingum hraðar úr landi. En ógeðslega krúttlegt.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 12, 2016 @EgillGillz myndi líka kalla þig nauðgara en þá gætirðu kært mig svo ég læt þetta nægja.— Óskar Steinn (@oskasteinn) October 13, 2016 Skjáskot af samskiptum þeirra á Twitter.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50
Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Ekki eru allir jafn ánægðir með frammistöðu Unnar Brár í ræðupúlti Alþingis. 12. október 2016 18:59