Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 18:59 Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“ Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“
Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50