Nýtt lag frá Metallica eftir átta ára bið Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 13:13 Metallica árið 2011. Tim Mosenfelder Bandaríska þungarokkshljómsveitin Metallica sendi frá sér sitt fyrsta nýja lag í átta ár í gær. Lagið heitir Hardwired og er fyrsta lagið af tólf á væntanlegri plötu sveitarinnar. Sú plata mun verða tvöföld og ber titilinn Hardwired ... to Self-Destruct. Er þetta ellefta stúdíóplata Metallica. Vísi langaði að vita hvað aðdáendum sveitarinnar hérlendis fyndist um nýja lagið og tók því stöðuna á Hauki Viðari Alfreðssyni, tónlistarmanni og Metallica aðdáanda til margra ára. „Þetta sándar vel og drengirnir hljóma eins og þeir séu í ágætis stuði. Það þarf nefnilega ekki mikið til að gleðja okkur Metallica–aðdáendurna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna þeir eru ekki duglegri við að senda frá sér nýtt efni. Þessi lög eru engin geimvísindi.“ sagði Haukur í samtali við Vísi.Haukur Viðar hefur verið aðdáandi Metallica síðan hann var 11 ára gamall.Stefán Karlsson„Ég vissi að það væri von á nýrri plötu fyrir jól en þetta lag kom aftan að mér í gær. Lagið er alveg ágætt. Hljómar eins og grautur úr bestu lögunum á síðustu plötu. Átti reyndar von á aðeins meiri breytingum á þessum langa tíma.“ Hann segist vera spenntur að fá nýja plötu frá Metallica, og er vongóður um að hún verði betri en seinustu plötur sveitarinnar. „Þeir eru auðvitað seint að fara að gera eitthvað í líkingu við fyrstu þrjár plöturnar, sem eru einskonar Godfather–trílógía þungarokksins. Undanfarin ár eru þeir meira búnir að vera að gera Opinberun Hannesar þungarokksins.“Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan.Fyrir áhugasama er hér lagalisti plötunnar.Plata 11. Hardwired 2. Atlas, Rise! 3. Now That We’re Dead 4. Moth Into Flame 5. Am I Savage? 6. Halo On FirePlata 21. Confusion 2. Dream No More 3. ManUNkind 4. Here Comes Revenge 5. Murder One 6. Spit Out The Bone Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríska þungarokkshljómsveitin Metallica sendi frá sér sitt fyrsta nýja lag í átta ár í gær. Lagið heitir Hardwired og er fyrsta lagið af tólf á væntanlegri plötu sveitarinnar. Sú plata mun verða tvöföld og ber titilinn Hardwired ... to Self-Destruct. Er þetta ellefta stúdíóplata Metallica. Vísi langaði að vita hvað aðdáendum sveitarinnar hérlendis fyndist um nýja lagið og tók því stöðuna á Hauki Viðari Alfreðssyni, tónlistarmanni og Metallica aðdáanda til margra ára. „Þetta sándar vel og drengirnir hljóma eins og þeir séu í ágætis stuði. Það þarf nefnilega ekki mikið til að gleðja okkur Metallica–aðdáendurna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna þeir eru ekki duglegri við að senda frá sér nýtt efni. Þessi lög eru engin geimvísindi.“ sagði Haukur í samtali við Vísi.Haukur Viðar hefur verið aðdáandi Metallica síðan hann var 11 ára gamall.Stefán Karlsson„Ég vissi að það væri von á nýrri plötu fyrir jól en þetta lag kom aftan að mér í gær. Lagið er alveg ágætt. Hljómar eins og grautur úr bestu lögunum á síðustu plötu. Átti reyndar von á aðeins meiri breytingum á þessum langa tíma.“ Hann segist vera spenntur að fá nýja plötu frá Metallica, og er vongóður um að hún verði betri en seinustu plötur sveitarinnar. „Þeir eru auðvitað seint að fara að gera eitthvað í líkingu við fyrstu þrjár plöturnar, sem eru einskonar Godfather–trílógía þungarokksins. Undanfarin ár eru þeir meira búnir að vera að gera Opinberun Hannesar þungarokksins.“Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér fyrir neðan.Fyrir áhugasama er hér lagalisti plötunnar.Plata 11. Hardwired 2. Atlas, Rise! 3. Now That We’re Dead 4. Moth Into Flame 5. Am I Savage? 6. Halo On FirePlata 21. Confusion 2. Dream No More 3. ManUNkind 4. Here Comes Revenge 5. Murder One 6. Spit Out The Bone
Tónlist Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira