Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Ásgeir Erlendsson skrifar 2. júlí 2016 20:32 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“ Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“
Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56