Höskuldur gagnrýnir foringjadýrkun en aðrir styðja Sigmund Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Höskuldur Þórhallsson Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun sem virðist vera hjá mjög fámennum en duglegum hópi innan Framsóknarflokksins,“ segir Höskuldur enn fremur. Aðspurður hvort hann hyggi á formannsframboð segir hann aðra hluti sér ofar í huga á þessari stundu. Hann hafi hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings. „En ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og staðan er akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að hugsa vel hvernig við viljum ganga til kosninga. Hvort við viljum ganga til kosninga og ræða góð mál, ræða framtíðina og það sem vel hefur gengið eða hvort við viljum ræða Panamaskjölin og vera í sífelldri varnarbaráttu, ég tel að kosningabaráttan gæti, ef heldur fram sem horfir, snúist um það, en ég vona ekki,“ segir Höskuldur.Páll Jóhann PálssonAðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af, þau Páll Jóhann Pálsson, Willum Þór Þórsson, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir og Ásmundur Einar Daðason segja að fundurinn hafi verið góður, að opinskáar umræður hafi átt sér stað en fólk hafi yfirgefið fundinn sátt. Þórunn Egilsdóttir segir sína tilfinningu hafa verið að Sigmundur Davíð myndi að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu kosningum. „Ég gat ekki annað merkt á miðstjórnarfundinum. Mér fannst það koma nokkuð skýrt fram,“ segir Þórunn. Páll Jóhann tekur í sama streng og segist hafa upplifað fundinn þannig. Það gerir Willum Þór sömuleiðis sem og Ásmundur Einar. „Ég held það séu samt flestir á því að það hefði verið æskilegra að kjósa á eðlilegum tíma en það er búið að tala um þetta og menn eru tilbúnir að standa við það,“ segir Páll Jóhann um fyrirhugaðar kosningar í haust. Aðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði í tóku í sama streng. Þau vilji standa við gefin fyrirheit en fyndist ef til vill skynsamlegra að kjósa í vor. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21 „Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07 Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21 Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í laugardag hafi komið fram hörð gagnrýni á formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Það er greinilega töluverð undiralda í flokknum og hún kom fram á fundinum,“ segir Höskuldur. „Ef ég á að segja alveg eins og er, þá hef ég aldrei orðið vitni að viðlíkri foringjadýrkun sem virðist vera hjá mjög fámennum en duglegum hópi innan Framsóknarflokksins,“ segir Höskuldur enn fremur. Aðspurður hvort hann hyggi á formannsframboð segir hann aðra hluti sér ofar í huga á þessari stundu. Hann hafi hugsað sér að bjóða sig aftur fram til þings. „En ég neita því ekki að ég hef miklar áhyggjur af flokknum eins og staðan er akkúrat núna. Ég tel að við þurfum að hugsa vel hvernig við viljum ganga til kosninga. Hvort við viljum ganga til kosninga og ræða góð mál, ræða framtíðina og það sem vel hefur gengið eða hvort við viljum ræða Panamaskjölin og vera í sífelldri varnarbaráttu, ég tel að kosningabaráttan gæti, ef heldur fram sem horfir, snúist um það, en ég vona ekki,“ segir Höskuldur.Páll Jóhann PálssonAðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði tali af, þau Páll Jóhann Pálsson, Willum Þór Þórsson, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir og Ásmundur Einar Daðason segja að fundurinn hafi verið góður, að opinskáar umræður hafi átt sér stað en fólk hafi yfirgefið fundinn sátt. Þórunn Egilsdóttir segir sína tilfinningu hafa verið að Sigmundur Davíð myndi að öllum líkindum leiða flokkinn í næstu kosningum. „Ég gat ekki annað merkt á miðstjórnarfundinum. Mér fannst það koma nokkuð skýrt fram,“ segir Þórunn. Páll Jóhann tekur í sama streng og segist hafa upplifað fundinn þannig. Það gerir Willum Þór sömuleiðis sem og Ásmundur Einar. „Ég held það séu samt flestir á því að það hefði verið æskilegra að kjósa á eðlilegum tíma en það er búið að tala um þetta og menn eru tilbúnir að standa við það,“ segir Páll Jóhann um fyrirhugaðar kosningar í haust. Aðrir þingmenn flokksins sem Fréttablaðið náði í tóku í sama streng. Þau vilji standa við gefin fyrirheit en fyndist ef til vill skynsamlegra að kjósa í vor. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30 Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21 „Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07 Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21 Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. 5. júní 2016 18:30
Mistök að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið mistök hjá sér að segja að það væri flókið að eiga peninga á Íslandi. 5. júní 2016 13:21
„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að kosið verði til Alþingis í haust. Hann hefur áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. 5. júní 2016 12:07
Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. 4. júní 2016 19:21
Sigmundur ávarpar Framsóknarmenn í fyrsta sinn frá afsögn Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram í dag. 4. júní 2016 09:22