Forsætisráðherra ætlar að standa við orð sín um kosningar í haust Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. júní 2016 18:30 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var í gær. Sigurður Ingi segist ánægður með fundinn og á von á að miðstjórnarfundi haustsins verði flýtt svo hægt verði að endurnýja umboð flokksforystunnar fyrir kosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins talaði í ræðu sinni á fundinum í gær um væntanlegar kosningar. Virtist sem hann teldi ekki fullvíst að þær verði í haust líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. „Hvort sem að kosningarnar verða svo í haust eða síðar þá verðum við reiðubúin,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um hvernig þetta eigi fram að ganga. Við sjáum öll fyrir okkur í stjórnarflokkunum að ljúka ákveðnum verkefnum. Það hefur gengið ágætlega og að þeim loknum þá verði gengið til kosninga,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir ekki alla sammála því að boða eigi til kosninga í haust. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ekki bara í Framsóknarflokknum heldur í öllum flokkum. Meðal annars þingmenn stjórnarandstöðunnar. Menn hafa bent á að það geti verið óheppilegt, að ef við kjósum héðan í frá alltaf á fjögurra ára fresti, að eitt ár við fjárlagagerð og þing fari í þetta. Við höfum talað um það að það yrði gengið til kosninga þegar við höfum lokið ákveðnum verkefnum og ég sé ekkert breytast í því hvað þetta varðar. Það verður þá bara að rétta kúrsinn á næsta kjörtímabili,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir hann hafa sagt að Alþingiskosningar verði í haust og hann sé vanur að standa við orð sín. Kosningar 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Forsætisráðherra segist vanur að standa við orð og á von að boðað verði til Alþingiskosninga í haust. Hann segir þó skiptar skoðanir um málið innan Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Sprengisand á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann miðstjórnarfund flokksins sem haldinn var í gær. Sigurður Ingi segist ánægður með fundinn og á von á að miðstjórnarfundi haustsins verði flýtt svo hægt verði að endurnýja umboð flokksforystunnar fyrir kosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins talaði í ræðu sinni á fundinum í gær um væntanlegar kosningar. Virtist sem hann teldi ekki fullvíst að þær verði í haust líkt og forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa sagt. „Hvort sem að kosningarnar verða svo í haust eða síðar þá verðum við reiðubúin,“ sagði Sigmundur Davíð í ræðu sinni. „Það er enginn ágreiningur á milli mín og formanns Framsóknarflokksins um hvernig þetta eigi fram að ganga. Við sjáum öll fyrir okkur í stjórnarflokkunum að ljúka ákveðnum verkefnum. Það hefur gengið ágætlega og að þeim loknum þá verði gengið til kosninga,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir ekki alla sammála því að boða eigi til kosninga í haust. „Það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ekki bara í Framsóknarflokknum heldur í öllum flokkum. Meðal annars þingmenn stjórnarandstöðunnar. Menn hafa bent á að það geti verið óheppilegt, að ef við kjósum héðan í frá alltaf á fjögurra ára fresti, að eitt ár við fjárlagagerð og þing fari í þetta. Við höfum talað um það að það yrði gengið til kosninga þegar við höfum lokið ákveðnum verkefnum og ég sé ekkert breytast í því hvað þetta varðar. Það verður þá bara að rétta kúrsinn á næsta kjörtímabili,“ segir Sigurður Ingi. Hann segir hann hafa sagt að Alþingiskosningar verði í haust og hann sé vanur að standa við orð sín.
Kosningar 2016 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira