„Ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2016 12:07 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir ekki hægt að hætta við kosningar í haust en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að ekki sé samstaða innan flokksins um nauðsyn þess að halda kosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins hefur meðal annars haldið því sjónarmiði á lofti. Þá hefur forsætisráðherra áhyggjur af því að óvægin gagnrýni í garð stjórnmálamanna fæli fólk frá þátttöku í pólitík. Sigurður Ingi var gestur Páls Magnússonar á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ítrekaði hann það sem hann hefur reyndar sagt margoft áður, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, að það verði kosið til Alþingis í haust. Miðstjórn Framsóknarflokksins fundaði í gær og sagði Sigurður Ingi að mikil eindregni og samstaða hefði einkennt fundinn. „Við gengum út sem miklu öflugri flokkur heldur en dagana á undan,“ sagði Sigurður Ingi. Þá sagðist hann aðspurður telja að Sigmundur Davíð ætti sér viðreisnar von í stjórnmálum og að hann myndi styðja formanninn ef hann myndi sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram.Sigmundur hefði átt að útskýra málið strax Forsætisráðherra var einnig spurður út í það hvað honum hefði þótt verst við framgöngu Sigmundar Davíðs í tengslum við Panama-skjölin. „Það sem ég held að megi segja, og ég held að Sigmundur hafi gert ágætlega grein fyrir því, að viðbrögðin eftir þetta viðtal hefðu getað verið öll önnur, bæði að upplýsa okkur í flokknum og þjóðina alla,“ sagði Sigurður og bætti við að Sigmundur hefði haldið að hann gæti útskýrt málið fyrir fjölmiðlamönnum eftir á. Það hefði hins vegar ekki skipt neinu máli og því hefði verið miklu betra ef hann hefði komið fram og útskýrt málið strax. Sigurður Ingi telur ekki að Panama-stormurinn hafi fælt fólk frá því að taka þátt í starfi Framsóknarflokksins. Hann hefur hins vegar áhyggjur af því að fólk hafi almennt síður áhuga á að taka þátt í stjórnmálum vegna óvæginnar gagnrýni í garð stjórnmálamanna. „Og þá er ég ekki bara að tala um Framsóknarflokkinn,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að það væri persónuleg ákvörðun að fara í stjórnmál en sú ákvörðun hefði áhrif á marga, til að mynda fjölskyldu stjórnmálamannsins. „Það er ekki áhugavert fyrir neina fjölskyldu að sjá stjórnmálamanninn étinn upp á bloggsíðum eða í kommentum við fréttir.“ Bætti hann við að það væri mikilvægt að þverskurður þjóðarinnar væri á þingi og því ylli þetta honum áhyggjum. Á þingi mættu ekki bara sitja embættismenn eða fólk sem hefði „alist upp í flokkunum.“ Umræðan gæti hins vegar fælt hæft fólk frá þátttöku í stjórnmálum.
Kosningar 2016 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent