Heimildarmyndin Cant´ Walk Away um líf og feril tónlistamannsins Herberts Guðmundssonar verður frumsýnd á laugardaginn næsta.
Herbert á að baki langan og farsælan feril sem söngvari og þekkir nánast hvert mannsbarn á Íslandi lögin hans. Plakat fyrir heimildarmyndina er nú komið og minnir það óneitanlega á mjög frægt plakat í kvikmyndasögunni.
Um er að ræða myndina Natural Born Killers í leikstjórn Oliver Stone en myndin kom út árið 1994 og sló rækilega í gegn.
Hún vann til að mynda ein Golden Globe verðlaun. Með aðalhlutverk í myndinni fara Woody Harrelson og Juliette Lewis.
