Helsti vandi Íslands ósamkeppnishæf lífskjör Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2016 15:52 Frá blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Stefán Helsta vandamál Íslands, samkvæmt Viðreisn, er að lífskjör hér á landi eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Það sé ástæða þess að brottfluttir eru um sex þúsund fleiri en aðfluttir frá 2010. Flokkurinn vill snúa þessari þróun við. Viðreisn hélt blaðamannafund í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál flokksins. Samkvæmt tilkynningu fóru frambjóðendur Viðreisnar yfir tillögur um umbætur á komandi kjörtímabili. Þá ætlar flokkurinn að hækka útgjöld ríkissjóðs „til að mæta bráðum vanda í heilbrigðis-, skóla-, velferðar- og samgöngukerfum,“ segir í tilkynningunni. Frambjóðendurnir sýndu einni hvernig útgjaldaaukningunni verður mætt.Mynd/ViðreisnMeðal annars vill flokkurinn spara milljarða króna með hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Það verði gert með því að draga úr skattundskotum með einföldun skattkerfis og aukinni áherslu á skatteftirlit. Með aukinni áherslu á útboð opinberra innkaupa, betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins og með fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu. Viðreisn vill standa fyrir umbótum á heilbrigðiskerfinu með því auka útgjöld um 39 milljarða króna á ári og ljúka byggingu Þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut árið 2022. Einnig eigi að auka útgjöld til háskóla um átta milljarða og ráðast í tæknivæðingu grunnskóla. Þá vill Viðreisn lækka vexti. Í tilkynningunni segir að miðað við að vextir lækki um þrjú prósent lækki vaxtakostnaður fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán um 50 þúsund krónur á mánuði. „Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar - þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.“ Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Helsta vandamál Íslands, samkvæmt Viðreisn, er að lífskjör hér á landi eru ekki samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Það sé ástæða þess að brottfluttir eru um sex þúsund fleiri en aðfluttir frá 2010. Flokkurinn vill snúa þessari þróun við. Viðreisn hélt blaðamannafund í dag þar sem farið var yfir helstu stefnumál flokksins. Samkvæmt tilkynningu fóru frambjóðendur Viðreisnar yfir tillögur um umbætur á komandi kjörtímabili. Þá ætlar flokkurinn að hækka útgjöld ríkissjóðs „til að mæta bráðum vanda í heilbrigðis-, skóla-, velferðar- og samgöngukerfum,“ segir í tilkynningunni. Frambjóðendurnir sýndu einni hvernig útgjaldaaukningunni verður mætt.Mynd/ViðreisnMeðal annars vill flokkurinn spara milljarða króna með hagræðingu í rekstri ríkissjóðs. Það verði gert með því að draga úr skattundskotum með einföldun skattkerfis og aukinni áherslu á skatteftirlit. Með aukinni áherslu á útboð opinberra innkaupa, betri nýtingu og stýringu á fasteignum ríkisins og með fjárfestingu í netvæðingu opinberrar stjórnsýslu. Viðreisn vill standa fyrir umbótum á heilbrigðiskerfinu með því auka útgjöld um 39 milljarða króna á ári og ljúka byggingu Þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut árið 2022. Einnig eigi að auka útgjöld til háskóla um átta milljarða og ráðast í tæknivæðingu grunnskóla. Þá vill Viðreisn lækka vexti. Í tilkynningunni segir að miðað við að vextir lækki um þrjú prósent lækki vaxtakostnaður fjölskyldu með 20 milljóna króna húsnæðislán um 50 þúsund krónur á mánuði. „Kostnaðurinn af því að vera Íslendingur er of hár. Ein meginorsök þess eru háir vextir sem eru afleiðing af sveiflukenndu hagkerfi og óstöðugum gjaldmiðli. Íbúðakaupandi á Íslandi má væntast þess að greiða tvisvar - þrisvar sinnum fyrir eign sína í formi vaxta, á meðan íbúðakaupandi á Norðurlöndum greiðir einu sinni fyrir sína.“
Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira