Elín Dröfn frumsýnir nýtt myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2016 12:30 Myndir frá gerð myndbandsins. Myndir/Elín „Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég samdi lagið fyrir rúmlega ári síðan. Það sumar fór ég til Kaupmannahafnar og hitti óvænt mann sem sagði mér einlægar sögur frá því hvernig hann sér árur í kringum fólk,“ segir tónlistarkonan Elín Dröfn Jónsdóttir sem frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Indigo. „Óháð því hvort ég trúði á árur eða ekki, þá var ég mjög forvitin að heyra hans skynjun á þessu öllu og hvernig efnisheimur spilar stórri vídd í hans veruleika. Sögur hans sátu aðeins í mér og fór ég að velta sérstaklega Indigo manneskjunni fyrir mér. Annars langar mig að segja sem minnst um lagið eða videoið, ég vil síður planta fræjum fyrir áhorfendur, mæli frekar með því að setja á sig heyrnartól í rólegu umhverfi og gleyma sér í smástund.“ Myndbandið var tekið upp á þremur mismunandi stöðum í júlí. Í gróðurhúsi og inni í litlum skógi í Hveragerði og að lokum í svörtu fjörunni við Eyrarbakka. Myndbandið er leikstýrt af Hjördísi Jóhannsdóttur og Elínu sjálfri. Árni Freyr Haraldsson sá um eftirvinnslu myndbandsins og var Viktor Orri Andersen kvikmyndatökustjóri. Leikarar myndbandsins eru þau Viktor Leifsson og Sólbjört Sigurðardóttir og um búningana sá Sóley Jóhannsdóttir. Indigo lagið var samið fyrir um ári síðan fyrir söng, rafhljóð, trommur og strengjakvintett. Elín stendur fyrir tónleikum í tónleikasalnum Kaldalóni í Hörpunni á fimmtudagskvöldið klukkan 20.
Tónlist Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp