Margfalt fleiri fara í kynleiðréttingu Ingvar Haraldsson skrifar 10. júní 2016 07:00 Transfólk hefur oft verið áberandi á hinsegin dögum. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira
Aldrei hafa fleiri leitað til transteymis Landspítalans vegna kynáttunarvanda en á síðasta ári eða 23 einstaklingar. Þá leituðu sjöfalt fleiri til teymisins á árunum 2010-2015 en á árunum 2004-2009 eða 67 miðað við 9 á síðustu sex árum þar á undan. Þetta er niðurstaða lokaritgerðar Steinunnar Birnu Sveinbjörnsdóttur, í B.Sc.-námi í læknisfræði.Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir segir stöðu transfólks á Íslandi vera erfiða og telur að hópurinn þurfi á meiri stuðning að halda„Þetta er alþjóðleg þróun og þetta er það sem við sjáum í öllum nágrannalöndum okkar,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir, sem stýrir transteymi Landspítalans, um hvers vegna einstaklingum sem leita til teymisins hafi fjölgað. Óttar segir að einkum séu það fleiri transkarlar sem leiti til teymisins en áður, en það eru þeir sem fæðast í kvenmannslíkama. Óttar segir erfitt að festa fingur á hvers vegna þessar breytingar hafi átt sér stað. „Skýringin er helst þessi mikla umræða og allar þessar upplýsingar, netið og þessi opnu samskipti þessara einstaklinga sem gera það að verkum að fólk uppgötvar miklu fyrr hvað það vill gera,“ segir hann. Hópurinn virðist vera með minni menntun en aðrir og líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða samkvæmt rannsókninni. Þá virðist atvinnuleysi hópsins einnig vera mun meira en annarra þjóðfélagshópa. 14,3 prósent transkarla og 44,9 prósent transkvenna voru á framfærslu ríkisins í ferlinu, það er að segja á atvinnuleysisbótum eða endurhæfingarlífeyri. „Þetta er félagslega jaðarsettur hópur og virðist eiga erfitt uppdráttar í samfélaginu. Það virðist vera að hann þurfi meiri stuðning,“ segir Steinunn. “ Byggt á sjúkraskýrslumÓttar Guðmundsson geðlæknir segir fjölgun þeirra sem leiti til transteymisins hluti af alþjóðlegri þróun.Ritgerðin er byggð á sjúkraskýrslum einstaklinganna en samkvæmt þeim höfðu 4 prósent transkvenna og 3 prósent transmanna lokið háskólanámi þegar þau leituðu fyrst til transteymisins. Hlutfallið er mun lægra en hjá öðrum en 26,7 prósent starfandi kvenna og 19,3 prósent starfandi karla á aldrinum 15-64 ára hafa lokið háskólagráðu samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Steinunn setur þó þann fyrirvara á þessar upplýsingar að einhverjir einstaklingar í hópnum hafi verið í háskólanámi eða ekki gefið upp menntun sína í sjúkraskýrslum. „Það voru margir sem áttu mjög erfitt uppdráttar og höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda, annaðhvort notað geðlyf eða farið í sálfræðimeðferð,“ segir Steinunn. 51 prósent transkarla og 46 prósent transkvenna höfðu gengið í gegn um meðferð við geðrænum vanda sem sé mun hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum. Þá hefur meðalaldur þeirra sem leita til transteymisins lækkað lítillega en hann var 23 ár hjá transkörlum og 31 ár hjá transkonum. Við þetta bætist hópur ungmenna sem leitað hafi á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna kynáttunarvanda og því megi búast við að aldur þeirra sem leiti til transteymisins lækki enn frekar á næstu árum að sögn Steinunnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. júní 2016Þeim sem leita til transteymis Landspítalans hefur fjölgað verulega.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Sjá meira