Skulda LÍN mest en hafa ekki borgað krónu til baka á 9 árum Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Langflestir nemendur Háskóla Íslands þurfa að greiða lán sín til baka að mestu en þeir sem fara í dýrt nám erlendis eru líklegir til að greiða hlutfallslega minna til baka. Fréttablaðið/Ernir Af þeim tuttugu sem skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) mest hafa átta manns ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. Lánasjóðurinn gerir ráð fyrir að fá 13,3 prósent af heildarskuldum þessa hóps greidd til baka. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu LÍN. Þar sést að heildarskuldir tuttugu hæstu lánþeganna nema 688,9 milljónum króna. Hópurinn hefur samtals borgað til baka 18,7 milljónir á síðustu níu árum en LÍN býst við því að fá 91,9 milljónir króna af skuldunum.„Það þýðir um þrjátíu milljón krónur í styrk á mann. Það er einn af göllunum við núverandi námslánakerfi að styrkurinn er fyrst og fremst að fara til þeirra sem taka mjög há námslán,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, formaður LÍN. Allir á listanum hafa verið við nám erlendis og tólf manns hafa fengið lán fyrir doktorsnámi. Sem dæmi má nefna að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldarana lauk meistaranámi árið 2003. Viðkomandi skuldar LÍN 40 milljón krónur en hefur ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. LÍN býst við því að alls fáist 1,9 milljón krónur upp í skuldina. „Við göngum ekki á ábyrgðarmenn nema lánið fari í vanskil. Það er ekki farið í vanskil ef hann hefur fengið undanþágu frá greiðslu, svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda eða hefur verið í lánshæfu námi,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þó hún hafi ekki skoðað hvern einstakling fyrir sig á bak við þessar tölur sé líklega um atvinnuleysi eða veikindi að ræða hjá þessum átta sem ekki hafa greitt krónu til baka síðastliðin níu ár. Í nýju LÍN frumvarpi sem menntamálaráðherra hefur mælt fyrir er aðeins hægt að fá undanþágu vegna atvinnuleysis eða veikinda í þrjú ár.Jónas Friðrik Jónsson formaður LÍNHrafnhildur segir að þegar LÍN reikni út þá upphæð sem líklega verði greidd til baka sé aldur lánþega meðal annars tekinn inn í jöfnuna. Þeir sem lánasjóðurinn býst við að fá sem minnst frá eru því líklega elstir. Það sé orðum aukið að þetta fólk hafi fundið glufu á kerfinu. „Hins vegar er í kerfinu hvati til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán þegar þú ert á annað borð kominn með hátt lán. Ef þú ert kominn með lán upp á tíu til fimmtán milljónir þá borgar þú ekki meira af láninu þó þú skuldir mikið.“ Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Af þeim tuttugu sem skulda Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) mest hafa átta manns ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. Lánasjóðurinn gerir ráð fyrir að fá 13,3 prósent af heildarskuldum þessa hóps greidd til baka. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu LÍN. Þar sést að heildarskuldir tuttugu hæstu lánþeganna nema 688,9 milljónum króna. Hópurinn hefur samtals borgað til baka 18,7 milljónir á síðustu níu árum en LÍN býst við því að fá 91,9 milljónir króna af skuldunum.„Það þýðir um þrjátíu milljón krónur í styrk á mann. Það er einn af göllunum við núverandi námslánakerfi að styrkurinn er fyrst og fremst að fara til þeirra sem taka mjög há námslán,“ segir Jónas Friðrik Jónsson, formaður LÍN. Allir á listanum hafa verið við nám erlendis og tólf manns hafa fengið lán fyrir doktorsnámi. Sem dæmi má nefna að sá sem er í þriðja sæti á listanum yfir hæstu skuldarana lauk meistaranámi árið 2003. Viðkomandi skuldar LÍN 40 milljón krónur en hefur ekki borgað krónu til baka á síðastliðnum níu árum. LÍN býst við því að alls fáist 1,9 milljón krónur upp í skuldina. „Við göngum ekki á ábyrgðarmenn nema lánið fari í vanskil. Það er ekki farið í vanskil ef hann hefur fengið undanþágu frá greiðslu, svo sem vegna atvinnuleysis, veikinda eða hefur verið í lánshæfu námi,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þó hún hafi ekki skoðað hvern einstakling fyrir sig á bak við þessar tölur sé líklega um atvinnuleysi eða veikindi að ræða hjá þessum átta sem ekki hafa greitt krónu til baka síðastliðin níu ár. Í nýju LÍN frumvarpi sem menntamálaráðherra hefur mælt fyrir er aðeins hægt að fá undanþágu vegna atvinnuleysis eða veikinda í þrjú ár.Jónas Friðrik Jónsson formaður LÍNHrafnhildur segir að þegar LÍN reikni út þá upphæð sem líklega verði greidd til baka sé aldur lánþega meðal annars tekinn inn í jöfnuna. Þeir sem lánasjóðurinn býst við að fá sem minnst frá eru því líklega elstir. Það sé orðum aukið að þetta fólk hafi fundið glufu á kerfinu. „Hins vegar er í kerfinu hvati til að vera sem lengst í námi og taka sem mest lán þegar þú ert á annað borð kominn með hátt lán. Ef þú ert kominn með lán upp á tíu til fimmtán milljónir þá borgar þú ekki meira af láninu þó þú skuldir mikið.“
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira