Ásta um ástina: „Svara engu nema með lögmann mér við hlið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2016 10:30 Nýjasta parið á Íslandi eða bara góðir vinir? Ásta er þögul sem gröfin er kemur að eigin ástarlífi. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir. Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur neiti að gefa neitt uppi um það. Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi. Frétttin er sú mest lesna á Mbl.is þessa stundina. Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM 957 í morgun og sagðist að sjálfsögðu hafa lesið fréttina. Hún sagði Vísi í gærkvöldi að þau Sveinn Andri væru „bara mjög góðir vinir.“ „Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf,“ segir Ásta sem þarf sjálf að fylgjast vel með hvar örvar Amors hitta í mark hjá fræga fólkinu til að geta skellt því á forsíðu Séð og Heyrt. Hún segist þó stunda önnur vinnubrögð en Marta María í Smartlandinu. Marta María í spjalli við Sindra Sindrason. „Munurinn á mér og henni er reyndar sá að ég hringi í fólk og fæ hlutina staðfesta. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að gera það þannig,“ segir Ásta Hrafnhildur sem flestir landsmenn þekkja líklega best sem fyrrverandi þáttarstjórnanda Stundarinnar okkar. Hún tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í maí af Eiríki Jónssyni.Erfitt að vera nýtt par á ÍslandiÍ frétt Séð og Heyrt haustið 2015 var fullyrt að Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur og Salka Sól Eyfeld væru nýtt par. Arnar Freyr neitaði þó að þau væru nýtt par þrátt fyrir að þau hefðu snætt saman kvöldverð og gengið saman hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur. Marta María stóð sjálf í ströngu þegar út spurðist að þau Páll Winkel fangelsismálastjóri væru að slá sér upp. Fjölmiðlar komust á snoðir um það en sjálf vildi hún hvorki staðfesta né neita lengi vel. Nú blómstrar hins vegar ástin hjá Mörtu og Páli. Það virðist því vera erfitt að ætla að slá sér upp þegar maður tilheyrir þeim hópi fólks sem mætti telja til frægra á Íslandi.Eitt frægasta lag Valgeirs Guðjónssonar heitir Ástin og þar er fjallað um að hún geti birst í svo óteljandi myndum. Að neðan má heyra sjálfan Bó taka þennan fallega slagara. En eru Ásta og Sveinn Andri par?„Læt ykkur vita þegar ég gifti mig“ „Ég svara engu nema með lögmann mér við hlið,“ sagði Ásta. Þáttarstjórnendur spurðu á móti hvort Sveinn Andri lægi ekki við hlið hennar en sú spurning uppskar mikinn hlátur hjá Ástu sem upplýsti að hún væri ein með þrjá ketti þá stundina. „Ég hefði stokkið á þetta sjálf ef þetta hefði verið í hina áttina. Ef það hefði verið frægur karlkyns fjölmiðlamaður og þekkt kona, lögfræðingur, saman í bíó eða eitthvað slíkt,“ segir Ásta. „Ég læt ykkur vita þegar ég gifti mig strákar. Þið verðið fyrstir með fréttirnar.“Viðtalið við Ástu má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir „Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir. Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur neiti að gefa neitt uppi um það. Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi. Frétttin er sú mest lesna á Mbl.is þessa stundina. Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM 957 í morgun og sagðist að sjálfsögðu hafa lesið fréttina. Hún sagði Vísi í gærkvöldi að þau Sveinn Andri væru „bara mjög góðir vinir.“ „Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf,“ segir Ásta sem þarf sjálf að fylgjast vel með hvar örvar Amors hitta í mark hjá fræga fólkinu til að geta skellt því á forsíðu Séð og Heyrt. Hún segist þó stunda önnur vinnubrögð en Marta María í Smartlandinu. Marta María í spjalli við Sindra Sindrason. „Munurinn á mér og henni er reyndar sá að ég hringi í fólk og fæ hlutina staðfesta. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að gera það þannig,“ segir Ásta Hrafnhildur sem flestir landsmenn þekkja líklega best sem fyrrverandi þáttarstjórnanda Stundarinnar okkar. Hún tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í maí af Eiríki Jónssyni.Erfitt að vera nýtt par á ÍslandiÍ frétt Séð og Heyrt haustið 2015 var fullyrt að Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur og Salka Sól Eyfeld væru nýtt par. Arnar Freyr neitaði þó að þau væru nýtt par þrátt fyrir að þau hefðu snætt saman kvöldverð og gengið saman hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur. Marta María stóð sjálf í ströngu þegar út spurðist að þau Páll Winkel fangelsismálastjóri væru að slá sér upp. Fjölmiðlar komust á snoðir um það en sjálf vildi hún hvorki staðfesta né neita lengi vel. Nú blómstrar hins vegar ástin hjá Mörtu og Páli. Það virðist því vera erfitt að ætla að slá sér upp þegar maður tilheyrir þeim hópi fólks sem mætti telja til frægra á Íslandi.Eitt frægasta lag Valgeirs Guðjónssonar heitir Ástin og þar er fjallað um að hún geti birst í svo óteljandi myndum. Að neðan má heyra sjálfan Bó taka þennan fallega slagara. En eru Ásta og Sveinn Andri par?„Læt ykkur vita þegar ég gifti mig“ „Ég svara engu nema með lögmann mér við hlið,“ sagði Ásta. Þáttarstjórnendur spurðu á móti hvort Sveinn Andri lægi ekki við hlið hennar en sú spurning uppskar mikinn hlátur hjá Ástu sem upplýsti að hún væri ein með þrjá ketti þá stundina. „Ég hefði stokkið á þetta sjálf ef þetta hefði verið í hina áttina. Ef það hefði verið frægur karlkyns fjölmiðlamaður og þekkt kona, lögfræðingur, saman í bíó eða eitthvað slíkt,“ segir Ásta. „Ég læt ykkur vita þegar ég gifti mig strákar. Þið verðið fyrstir með fréttirnar.“Viðtalið við Ástu má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir „Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
„Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20