Innlent

Ásta nýr ritstjóri Séð og heyrt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir mynd/aldís pálsdóttir
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hefur verið ráðin ritstjóri Séð og heyrt. Hún tekur við starfinu í dag,en fyrsta blaðið undir hennar ritstjórn kemur út fimmtudaginn 26. maí að því er fram kemur í tilkynningu frá Birtingi.

Ásta hefur verið blaðamaður á Séð og heyrt frá því í ársbyrjun 2015 en hún er ef til best þekkt fyrir að vera umsjónarmaður og handritshöfundur Stundarinnar okkar á RÚV á árunum 1997 til 2002 þar sem hún gerði garðinn frægan ásamt kettinum Kela. Ásta er kennari að mennt og hefur einnig lokið meistaranámi í verkefnastjórnun, MPM, frá Háskólanum í Reykjavík.  

Vísir greindi frá því í síðasta mánuði að Eiríkur Jónsson sem verið hefur ritstjóri Séð og heyrt í tæp tvö ár myndi láta af störfum þar sem Hreinn Loftsson lögfræðingur og eigandi Birtings, útgáfufélags Séð og heyrt, stillti Eiríki upp við vegg og krafðist þess að hann legði niður vefinn Eirikurjonson.is sem Eiríkur hefur rekið samhliða ritstjórnarstörfum sínum á Séð og heyrt. Eiríkur vildi ekki láta bjóða sér slíka afarkosti og hætti því sem ritstjóri blaðsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×