Lífið

„Við erum bara mjög góðir vinir“

Anton Egilsson skrifar
Sveinn Andri Sveinsson og Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hafa sést mikið saman að undanförnu.
Sveinn Andri Sveinsson og Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir hafa sést mikið saman að undanförnu. Vísir/GVA/Stefán
Greint var frá því á Smartlandi í kvöld að fjölmiðlakonan Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir og hæstaréttarlögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson væru farin að stinga saman nefjum. Þau Ásta og Sveinn mættu saman á sýninguna Maður sem heitir Ove í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi og fór vel á með þeim.

Þá segir í grein Smartlands að þau Ásta og Sveinn Andri hafi verið nokkuð dug­leg að sækja menn­ing­ar­viðburði en þau fóru saman á frum­sýn­ingu í Borg­ar­leik­hús­inu um síðustu helgi.

Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Ásta aðspurð um málið að þau hafi verið vinir um árabil.

„Við höfum þekkst í fjölmörg ár, bara síðan í stúdentapólitíkinn í gamla daga. Svo höfum við bæði gaman af því að fara í leikhús, það er ekkert flóknara en það.”

Innt eftir því hvort hún gæti staðfest að þau Sveinn væru nýtt par sagði Ásta að þau væru mjög góðir vinir.

„Við erum bara mjög góðir vinir og höfum gaman af því að fara í leikhúsið, við skulum hafa það þannig í bili.”

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×