Barnafjölskyldan hengir ekki út þvott vegna þjóðvegaryks Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2016 19:45 Margir af yngri kynslóðinni hafa sennilega aldrei kynnst þjóðvegarykinu, sem pirraði menn á ferðalögum um landið fyrir tíma slitlagsins. Enn býr þó fólk við hringveginn sem getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, þar á meðal níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Bæði í Breiðdal og í Berufjarðarbotni býr fólk á sveitabæjum sem enn nýtur þess vafasama heiðurs að fá yfir heimili sín þjóðvegaryk af hringveginum á þurrviðrisdögum. Þeirra á meðal fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði, þau Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson og börnin þeirra sjö.Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson með yngsta barnið, Gunni Margréti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson„Þetta er náttúrlega bara skammarlegt, ekkert annað,“ segir Auðbjörg um ástand vegarins. Þau eru búin að bíða lengi eftir vegarbótum og segjast hlakka til þess að geta farið að hengja þvottinn út svo hann kafni ekki í ryki. „Og að opna glugga á sumrin, það væri ágætt,“ bætir Steinþór við. Já, það er mikill þvottur sem fylgir svo stóru heimili og þegar skólabíllinn rennur í hlað frá Djúpavogi sjáum við fjögur af börnum þeirra stíga út að loknum skóladegi.Japanskur ferðamaður velti þessum bíl á malarkaflanum í Berufirði í síðustu viku.Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson.En það er ekkert grín að hafa þjóðvegina ómalbikaða því erlendum ferðamönnum gengur sumum illa að ráða við íslensku malarvegina, eins og þeim japanska sem velti bíl sínum í síðustu viku í Berufjarðarbotni, skammt frá heimili fjölskyldunnar barnmörgu. Deilur landeigenda um vegstæði hafa þar tafið framkvæmdir en nú vonast menn til að þær séu leystar. „Það er vonandi að samningar gangi í gegn í haust,“ segir Auðbjörg. „Það verður vonandi byrjað næsta vor,“ segir Steinþór. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að vegagerðin fyrir Berufjarðarbotn verði boðin út strax eftir áramót. Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Margir af yngri kynslóðinni hafa sennilega aldrei kynnst þjóðvegarykinu, sem pirraði menn á ferðalögum um landið fyrir tíma slitlagsins. Enn býr þó fólk við hringveginn sem getur ekki hengt þvott út á snúrur vegna þjóðvegaryks, þar á meðal níu manna fjölskylda á Austfjörðum, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Hringvegurinn telst vera 1332 kílómetra langur, þar af eru 97,5 prósent nú með bundnu slitlagi. Enn eru 33 kílómetrar eftir ómalbikaðir, átta kílómetrar í botni Berufjarðar og 25 kílómetrar mili Skriðdals og Breiðdals um Breiðdalsheiði. Bæði í Breiðdal og í Berufjarðarbotni býr fólk á sveitabæjum sem enn nýtur þess vafasama heiðurs að fá yfir heimili sín þjóðvegaryk af hringveginum á þurrviðrisdögum. Þeirra á meðal fjölskyldan á Hvannabrekku í Berufirði, þau Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson og börnin þeirra sjö.Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir og Steinþór Björnsson með yngsta barnið, Gunni Margréti.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson„Þetta er náttúrlega bara skammarlegt, ekkert annað,“ segir Auðbjörg um ástand vegarins. Þau eru búin að bíða lengi eftir vegarbótum og segjast hlakka til þess að geta farið að hengja þvottinn út svo hann kafni ekki í ryki. „Og að opna glugga á sumrin, það væri ágætt,“ bætir Steinþór við. Já, það er mikill þvottur sem fylgir svo stóru heimili og þegar skólabíllinn rennur í hlað frá Djúpavogi sjáum við fjögur af börnum þeirra stíga út að loknum skóladegi.Japanskur ferðamaður velti þessum bíl á malarkaflanum í Berufirði í síðustu viku.Mynd/Svavar Pétur Eysteinsson.En það er ekkert grín að hafa þjóðvegina ómalbikaða því erlendum ferðamönnum gengur sumum illa að ráða við íslensku malarvegina, eins og þeim japanska sem velti bíl sínum í síðustu viku í Berufjarðarbotni, skammt frá heimili fjölskyldunnar barnmörgu. Deilur landeigenda um vegstæði hafa þar tafið framkvæmdir en nú vonast menn til að þær séu leystar. „Það er vonandi að samningar gangi í gegn í haust,“ segir Auðbjörg. „Það verður vonandi byrjað næsta vor,“ segir Steinþór. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir stefnt að því að vegagerðin fyrir Berufjarðarbotn verði boðin út strax eftir áramót.
Tengdar fréttir Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00 Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30 Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42 Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Sjá meira
Malbikun hringvegarins lýkur ekki á næstu árum Þrjátíu og þrír kílómetrar hringvegarins eru ennþá malarkaflar. Hringvegurinn um Breiðdalsheiði mun vart klárast þennan áratuginn. 29. september 2015 21:00
Lýsing á samgöngukerfinu ekkert annað en neyðaróp Samtök atvinnulífsins óttast stórkostlegt tjón á vegakerfinu verði ekki varið meira fé til viðhalds. 30. apríl 2016 20:30
Erlendir ferðamenn stórhneykslaðir á þvottabrettinu í Berufirði "Þetta er yfirleitt mjög slæmt og það heyrir til undantekninga að vegurinn sé í lagi,“ segir Friðrik Árnason framkvæmdastjóri Hótels Bláfells á Breiðdalsvík um vegkafla þjóðvegar 1 í Berufirði sem er ómalbikaður. 21. júní 2016 14:42
Bíllinn í köku eftir bílveltu á einum umdeildasta vegakafla Þjóðvegar 1 Japanskur ferðamaður slapp með skrekkinn í Berufirði í morgun. 14. september 2016 10:27