Börn þurfa að læra fingrasetningu í snatri Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2016 07:00 Kynslóðin sem nú vex úr grasi er mun færari á snertiskjái en hefðbundið lyklaborð. vísir/stefán Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30