Börn þurfa að læra fingrasetningu í snatri Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2016 07:00 Kynslóðin sem nú vex úr grasi er mun færari á snertiskjái en hefðbundið lyklaborð. vísir/stefán Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Nemendur í fjórða bekk grunnskólanna munu taka samræmd próf í lok september á tölvum, sem hefur valdið foreldrum og kennurum áhyggjum því fingrasetning hefur aldrei verið kennd markvisst á þessum aldri. Sumir skólar eiga ekki nægar tölvur svo allir nemendur geti tekið prófið samtímis og þurfa að fá lánaðar. Færa á prófið yfir á rafrænt form og þurfa því krakkar á þessum aldri að læra fingrasetningu í snatri. „Við höfum heyrt í foreldrum og kennurum sem eru áhyggjufullir yfir prófunum. Einna helst vegna þess að fingrasetning hefur ekki verið kennd markvisst á þessum aldri og því getur reynst erfitt fyrir mörg börn í 4. bekk að taka þessi próf,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. „Breytingar eru jákvæðar og að færa samræmda prófið yfir á rafrænt form er til batnaðar að okkar mati. Það hefði þó verið betra að undirbúa þessar breytingar betur með tilliti til þessa,“ segir Hrefna. Margrét Einarsdóttir, skólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að á þriðja tug tölva hafi verið fenginn að láni. „Þetta verður erfitt og smá púsluspil. Það er framtíðin að færa þessi próf yfir í rafrænt form og þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert svona,“ segir Margrét. Prófað verður í íslensku og stærðfræði. Prófið í íslensku skiptist í lestur, málnotkun og ritun. Ritunin hefur mest valdið áhyggjum þar sem snertiskjáakynslóðinni gæti þótt hefðbundin lyklaborð framandi. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir verkefnið hafa verið undirbúið mjög vel. „Við erum búin að hringja í hvern einasta skóla og kynna þetta um land allt. Við höfum ekki orðið varir við áhyggjur. Það eru líka börn sem eiga erfitt með að skrifa og nú hafa hin börnin sem kunna á tölvur vinninginn þegar önnur höfðu vinninginn áður.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Áhyggjur af máltöku snjalltækjabarna Talmeinafræðingar, leikskólastjórar og íslenskufræðingar hafa orðið varir við hægari málþroska og minni orðaforða hjá börnum. Segja snjalltæki ekki mega koma í stað samverustunda. 15. september 2016 06:30