Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður heims, var að yfirgefa völlinn snemma leiks er hann meiddist á hné. Ronaldo sat því allan síðari hálfleikinn á bekknum og var oft á tíðum mjög æstur.
Skemmilegt myndband náðist af því þegar Ronaldo lemur Adrien Silva í hnéð í miðjum leik. Höggið virðist nú ekki vera mikið en Silva aftur á móti var sárkvalinn á bekknum eftir atvikið.
Ronaldo var nokkuð skömmustulegur en atvikið má sjá hér að neðan.