Hestaferðafyrirtæki bótaskylt vegna falls konu af baki Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. júlí 2016 23:30 Myndin sýnir ferðamenn í hestaferð. Hvorki hrossin né fólkið á myndinni tengist fréttinni beinum hætti. vísir/andri marinó Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands féllst í síðustu viku á skaðabótakröfu konu sem slasaðist í skipulagðri hestaferð hjá Kálfholti hestaferðum ehf. Konan féll af baki og hlaut við það beinbrot á framhandlegg og rifbeini auk þess að bólgna og merjast á baki og hálsi. Slysið átti sér stað í ágúst 2013 í fjögurra daga hestaferð sem auglýst var fyrir fólk sem hefði einhverja reynslu af hestaferðum og væri hún ekki fyrir byrjendur. Að mati leiðbeinenda ferðaþjónustufyrirtækisins þá var geta hópsins minni en búist hafði verið við og hefði því verið ákveðið taka inn í ferðina hesta sem hentuðu hópnum betur. Þar á meðal hefði verið hrossið sem konan féll af. Að sögn eigenda fyrirtækisins þá var þar um að ræða þægan barnahest. Konan fór á bak og þegar hestinum var sleppt þá rauk hann af stað. Ljóst þótti að hjálmur konunar bjargaði því að ekki fór verr en skarð kom í hann. Hún missti meðvitund við fallið.Slysið ekki rannsakað af óvilhöllum aðila Vátryggingafélag Kálfholts hafnaði botaskyldu þar sem um óhappatilvik væri að ræða. Konan stefndi því fyrirtækinu sjálfu til greiðslu skaðabóta þar sem um saknæma og ólögmæta háttsemi hefði verið að ræða. Hún hefði beðið um gæfan og þægan hest og þeim hefði borið að verða við þeim óskum. Konan taldi einnig að um óhappatilvik gæti ekki verið að ræða þar sem tilviljun ein réð því ekki að tjón hlaust. Hægt hefði verið að forða tjóni með öðrum hesti og annarri háttsemi af hálfu fyrirtækisins. Í niðurstöðu dómara var tekið fram að aldrei hefði komið í ljós hver orsök hegðunar hestsins var. Ekki var óskað eftir rannsókn á slysinu og í þokkabót var hesturinn felldur þar sem eigandi hans gat ekki hugsað sér að nota hann eftir þetta atvik. Kálfholt var látið bera hallann af því enda stóð það fyrirtækinu nær að láta rannsaka atvikið af óvilhöllum aðilum. „Þegar litið er til reynsluleysis stefnanda verður að meta það stefnda til gáleysis að láta undir hana umræddan hest nánast strax eftir komu hans á svæðið án þess að kanna nánar hvernig ástand hans væri og hvort hann í raun hentaði stefnanda,“ segir í niðurlagi dómsins. Því var skaðabótaábyrgð felld á fyrirtækið. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira