Múlakot endurreist til minja um garðrækt, hótel og listamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2016 20:00 Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. Fyrstu áföngum verður fagnað með ljósahátíð þar annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Fjallasýnin úr Múlakoti er svipuð og Gunnar á Hlíðarenda hafði fyrir þúsund árum enda stutt á milli bæjanna austast í Fljótshlíðinni. Múlakot á sér merkan sess í menningar- og atvinnusögu landsins fyrir þá sök að fyrir um öld voru þar brautryðjendur að minnsta kosti á þremur sviðum; á sviði málaralistar, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst á sviði garðræktar til sveita.Nemendur Garðyrkjuskólans í vinnuferð í Múlakoti í fyrrasumar.Mynd/Múlakot.Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. Garðurinn var kominn í órækt og tóku nemendur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi að sér að taka hann í gegn. Hann er 119 ára gamall og eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða. Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Byggðasafnið á Skógum og sérstakt vinafélag koma einnig að málum. Mikið verk verður að gera upp gamla húsið, en í því var rekið eitt fyrsta sveitahótel landsins.Minnisvarði um Guðbjörgu Þorleifsdóttur, sem hóf garðræktina árið 1897.Stöð 2/Einar Árnason.Í Múlakoti var líka eitt fyrsta listamannaathvarfið, hér dvöldu langdvölum landskunnir listmálarar, eins og Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. „Flestir landslagsmálarar Íslands á tímabilinu frá 1915 til 1965 máluðu einhvern tíma í Múlakoti,“ segir Sigríður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Fyrstu áföngum í endurreisninni verður fagnað í garðinum klukkan tuttugu annaðkvöld með ljósakvöldi í ágústhúminu, í anda þess sem tíðkað var í garðinum fyrir miðja síðustu öld. „Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti styður við þetta með ráðum og dáð og það er í raun því til heiðurs, fólkinu í Vinafélaginu, sem að hátíðin er haldin, þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir,“ segir Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti.Gamla húsið er friðlýst.Stöð 2/Einar Árnason. Garðyrkja Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða og eitt fyrsta sveitahótel landsins verða hluti gestastofu sem áformað er að opna í Múlakoti í Fljótshlíð. Fyrstu áföngum verður fagnað með ljósahátíð þar annaðkvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Fjallasýnin úr Múlakoti er svipuð og Gunnar á Hlíðarenda hafði fyrir þúsund árum enda stutt á milli bæjanna austast í Fljótshlíðinni. Múlakot á sér merkan sess í menningar- og atvinnusögu landsins fyrir þá sök að fyrir um öld voru þar brautryðjendur að minnsta kosti á þremur sviðum; á sviði málaralistar, ferðaþjónustu og síðast en ekki síst á sviði garðræktar til sveita.Nemendur Garðyrkjuskólans í vinnuferð í Múlakoti í fyrrasumar.Mynd/Múlakot.Eigendur Múlakots, hjónin Sigríður Hjartar og Stefán Guðbergsson, stefna að því að menningarminjar staðarins verði opnaðar almenningi til sýnis. Þau gáfu gamla húsið og bæjartorfuna í því skyni til sjálfseignarstofnunar um verkefnið. Garðurinn var kominn í órækt og tóku nemendur Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi að sér að taka hann í gegn. Hann er 119 ára gamall og eitt elsta djásn íslenskra sveitagarða. Sveitarfélagið Rangárþing eystra, Byggðasafnið á Skógum og sérstakt vinafélag koma einnig að málum. Mikið verk verður að gera upp gamla húsið, en í því var rekið eitt fyrsta sveitahótel landsins.Minnisvarði um Guðbjörgu Þorleifsdóttur, sem hóf garðræktina árið 1897.Stöð 2/Einar Árnason.Í Múlakoti var líka eitt fyrsta listamannaathvarfið, hér dvöldu langdvölum landskunnir listmálarar, eins og Ásgrímur Jónsson, Gunnlaugur Scheving og Jón Engilberts. „Flestir landslagsmálarar Íslands á tímabilinu frá 1915 til 1965 máluðu einhvern tíma í Múlakoti,“ segir Sigríður í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Fyrstu áföngum í endurreisninni verður fagnað í garðinum klukkan tuttugu annaðkvöld með ljósakvöldi í ágústhúminu, í anda þess sem tíðkað var í garðinum fyrir miðja síðustu öld. „Vinafélag gamla bæjarins í Múlakoti styður við þetta með ráðum og dáð og það er í raun því til heiðurs, fólkinu í Vinafélaginu, sem að hátíðin er haldin, þó að sjálfsögðu séu allir velkomnir,“ segir Sigríður Hjartar, skógarbóndi í Múlakoti.Gamla húsið er friðlýst.Stöð 2/Einar Árnason.
Garðyrkja Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira