Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2016 14:15 Vigdís vill að strákarnir í Verzló setjst þegar þeir pissi. Vísir/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira