Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2016 14:15 Vigdís vill að strákarnir í Verzló setjst þegar þeir pissi. Vísir/Ernir Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“ Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, gefur lítið fyrir nýlegar breytingar á salernisaðstöðu nemenda og kennara í Verzlunarskóla Íslands. Eins og fram kom á Vísi í gær hefur kynjaskipting á salernum í skólanum verið afnumin að frumkvæði femínistafélags skólans. „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís um málið á Facebook. Hún bætir við að fyrir þetta greiði foreldrar, þar á meðal hún, skólagjöld. „Ég var svo undrandi á þessari umræðu að ég gat ekki orða bundist. Mér finnst hreinlætinu fórnað í þessu máli,“ segir þingmaðurinn í samtali við Vísi. „Það er hægt að ná jafnréttinu fram með mörgum öðrum hætti,“ segir Vigdís. Hún segir mikilvægt að verði þetta að veruleika verði að skylda karlmenn til að sitja þegar þeir pissi. „Ég hef alveg kíkt inn á karlaklósett.“ Nýju merkingarnar í Verzló þar sem áður voru merkingar fyrir stráka annars vegar og stelpur hins vegar. Jákvæð viðbrögð Salernisaðstaðan í Verzló er þannig að um stök klósett er að ræða þar sem hver og einn getur lokað að sér, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Því er ekki um að ræða að nemendur eða kennarar noti bása þar sem skilrúm er neðan og ofan við hurð eða annað fyrirkomulag sem þekkist á almenningssalernum. Helena Björk Bjarkadóttir, annar formanna femínistafélagsins, sagði í samtali við Vísi í gær að skólastjórnendur hefðu tekið vel í hugmyndi þeirra og gengið hafi verið í verkið um leið. Kynjamerkingar voru því horfnar þegar nemendur mættu til skóla í síðustu viku. Ástæðan sé fyrst og fremst að auðvelda þeim nemendum sem ekki séu vissir um kyn sitt lífið. Enn er hægt að komast á kvennaklósett í kjallara Verzló, í Hellinum hjá raungreinastofunum. Mjög lítill minnihluti að ná sínu fram „Eru það margir einstaklingar?“ spyr Vigdís. „Af hverju á stór hluti þjóðarinnar að breyta siðum og venjum útaf einhverjum minnihluta. Þetta eru ríkjandi hefðir bæði hér heima og úti um allan heim.“ Helena Björk segir viðbrögðin í skólanum aðeins hafa verið góð. Er þetta þannig mál að enginn þorir að segja neitt? „Er það ekki það? Er það ekki alltaf ég sem þarf að taka slaginn,“ segir Vigdís á léttum nótum. „Þetta er eitthvað í tísku, að mjög lítill minnihluti nái sínu í gegn á móti mjög stórum meirihluta.“
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira