Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 19:00 Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira