Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:33 "Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira