Tafir við frágang á nýja fangelsinu setja afplánun á Íslandi í algjört uppnám Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2016 12:00 Páll segir tafir á verklokum setja allt afplánunarkerfið í uppnám. visir/Andri Marínó/Anton Brink Boðuð var bylting í fangelsismálum, sú mesta frá árinu 1874 þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði var vígt 10. júní, en fram til þess tíma hafði sannkallað neyðarástand ríkt í fangelsismálum. En, heldur er tekin að þyngjast brúnin á fangelsismálastjóra, Páli Winkel, því verulegar tafir hafa orðið á verklokum. Þetta þýðir að allt skipulag sem snýr að afplánun er í uppnámi. Þarna verður aðstaða fyrir 56 fanga. „Það er seinkun á þessu og lítil sem engin vinna í gangi og ég sit með fangaverði sem ekkert hafa fyrir stafni,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi.Staðinn var sérstakur heiðursvörður við vígsluathöfnina þegar innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, mætti á svæðið.visir/Anton BrinkPáll segist með engu móti geta sett fram dagsetningu um hvenær fangelsið verði tekið í notkun þar sem verktakar klára ekki sitt. „Þetta er mjög bagalegt og setur skipulag okkar úr skorðum. Framundan er nefnilega flókin vinna þar sem við munum boða marga til afplánunar og vinna á biðlistanum. Því liggur á að klára verkið.“ Þarna vinna rúmlega 20 fangaverðir en hluti þeirra er í sumarfríi. Það eru eins margir í fríum og mögulegt er að sögn Páls, sem reynir með því móti að draga úr tjóninu.Halldóra Vífilsdóttir er forstjóri framkvæmdasýslu ríksins.„Ég var búinn að sjá fyrir mér að fangelsið yrði fullklárað við afhendingu en það er bara ekki reyndin og ekki liggur fyrir hvenær við getum farið að vista fanga í fangelsinu. Það er vont þar sem nauðsynlegt er að boða dómþola inn með fyrirvara. Öryggiskerfin eru ekki tilbúin og á meðan svo er verður allt í pattstöðu. Okkur liggur á að byrja á að vinna á boðunarlista í fangelsin,“ segir Páll. Sá aðili sem hefur yfirumsjá með verkinu er Framkvæmdasýsla ríkisins. Þar er forstjóri Halldóra Vífilsdóttir. Vísi tókst ekki að ná í hana í morgun.Uppfært 13:00 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Halldóru og hún segir það rétt að lokafrágangur hafi dregist, þetta gangi ágætlega, hafi gengið ágætlega í sumar en nú sé verið að vinna við lokafrágang á öryggiskerfi. „En, það er kannski lóðin, sem átti að vera tilbúin í lok maí, en það hefur aðeins dregist. Hefur gengið ágætlega en það hefur ekki dugað til. Það hafa verið gerðar athugasemdir, og úttekt á lóð hefur farið fram og það er verið að bregðast við því. Gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir en þetta er á lokametrunum.“ Halldóra segir það annarra að svara fyrir um það nákvæmlega hvenær taka megi fangelsið í gagnið en í byrjun ágúst sér hún fyrir sér að hefja megi þjálfun starfsmanna á öryggiskerfinu. En verkið hafi verið unnið í ágætu samstarfi við fangelsismálastofnun. Tengdar fréttir Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30 Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00 Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Boðuð var bylting í fangelsismálum, sú mesta frá árinu 1874 þegar nýtt fangelsi á Hólmsheiði var vígt 10. júní, en fram til þess tíma hafði sannkallað neyðarástand ríkt í fangelsismálum. En, heldur er tekin að þyngjast brúnin á fangelsismálastjóra, Páli Winkel, því verulegar tafir hafa orðið á verklokum. Þetta þýðir að allt skipulag sem snýr að afplánun er í uppnámi. Þarna verður aðstaða fyrir 56 fanga. „Það er seinkun á þessu og lítil sem engin vinna í gangi og ég sit með fangaverði sem ekkert hafa fyrir stafni,“ segir Páll Winkel í samtali við Vísi.Staðinn var sérstakur heiðursvörður við vígsluathöfnina þegar innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, mætti á svæðið.visir/Anton BrinkPáll segist með engu móti geta sett fram dagsetningu um hvenær fangelsið verði tekið í notkun þar sem verktakar klára ekki sitt. „Þetta er mjög bagalegt og setur skipulag okkar úr skorðum. Framundan er nefnilega flókin vinna þar sem við munum boða marga til afplánunar og vinna á biðlistanum. Því liggur á að klára verkið.“ Þarna vinna rúmlega 20 fangaverðir en hluti þeirra er í sumarfríi. Það eru eins margir í fríum og mögulegt er að sögn Páls, sem reynir með því móti að draga úr tjóninu.Halldóra Vífilsdóttir er forstjóri framkvæmdasýslu ríksins.„Ég var búinn að sjá fyrir mér að fangelsið yrði fullklárað við afhendingu en það er bara ekki reyndin og ekki liggur fyrir hvenær við getum farið að vista fanga í fangelsinu. Það er vont þar sem nauðsynlegt er að boða dómþola inn með fyrirvara. Öryggiskerfin eru ekki tilbúin og á meðan svo er verður allt í pattstöðu. Okkur liggur á að byrja á að vinna á boðunarlista í fangelsin,“ segir Páll. Sá aðili sem hefur yfirumsjá með verkinu er Framkvæmdasýsla ríkisins. Þar er forstjóri Halldóra Vífilsdóttir. Vísi tókst ekki að ná í hana í morgun.Uppfært 13:00 Vísir náði nú rétt í þessu tali af Halldóru og hún segir það rétt að lokafrágangur hafi dregist, þetta gangi ágætlega, hafi gengið ágætlega í sumar en nú sé verið að vinna við lokafrágang á öryggiskerfi. „En, það er kannski lóðin, sem átti að vera tilbúin í lok maí, en það hefur aðeins dregist. Hefur gengið ágætlega en það hefur ekki dugað til. Það hafa verið gerðar athugasemdir, og úttekt á lóð hefur farið fram og það er verið að bregðast við því. Gengið hægar en áætlanir gerðu ráð fyrir en þetta er á lokametrunum.“ Halldóra segir það annarra að svara fyrir um það nákvæmlega hvenær taka megi fangelsið í gagnið en í byrjun ágúst sér hún fyrir sér að hefja megi þjálfun starfsmanna á öryggiskerfinu. En verkið hafi verið unnið í ágætu samstarfi við fangelsismálastofnun.
Tengdar fréttir Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30 Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00 Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Skellt í lás í næstu viku á Skólavörðustígnum Um næstu mánaðamót munu síðustu fangarnir fara úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg og í önnur fangelsi. Þar til fangelsið á Hólmsheiði verður opnað í haust verður bið á innköllun fanga. Framtíð Hegningarhússins er óljós. 26. maí 2016 07:00
Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir Fangelsið á Hólmsheiði opnaði formlega í gær. 11. júní 2016 09:30
Fangelsið á Hólmsheiði opnað í dag "Það hefur ekki verið byggt fangelsi á Íslandi síðan 1874,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnastjórnar. 10. júní 2016 07:00
Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kíkt verður í nýja fangelsið á Hólmsheiði og heyrt í okkar mönnum í Frakklandi sem eru að gera sig klára fyrir Evrópumótið 10. júní 2016 17:57