Innlent

Fangelsið á Hólmsheiði þykir mikið framfaraskref - Myndir

Í nýja fangelsinu er í fyrsta sinn í íslensku fangelsi íbúð, með litlum bakgarði, þar sem fangar, sem uppfylla öll skilyrði, geta gist með börnum og fjölskyldu. Klefarnir eru meðal annars hugsaðir fyrir fanga sem að eru í aðlögun er varðar umgengnisrétt að börnum eða þegar ættingjar fanga koma langt að til að heimsækja þá.
Í nýja fangelsinu er í fyrsta sinn í íslensku fangelsi íbúð, með litlum bakgarði, þar sem fangar, sem uppfylla öll skilyrði, geta gist með börnum og fjölskyldu. Klefarnir eru meðal annars hugsaðir fyrir fanga sem að eru í aðlögun er varðar umgengnisrétt að börnum eða þegar ættingjar fanga koma langt að til að heimsækja þá.
Fangelsið á Hólmsheiði var opnað í gær. Fangelsismálastjóri segir það mikið framfaraskref og lokahnykk í endurbótum á fangelsismálum landsins. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins heimsótti fangelsið og tók myndirnar sem sjá má hér að neðan.

Yfirheyrsluherbergi fangelsisins. Gæsluvarðhaldsdómar verða afplánaðir í fangelsinu sem sparar ferðalög frá höfuðborgarsvæðinu miðað við að fangar í gæsluvarðhaldi eru oft yfirheyrðir á Litla-Hrauni.
Fangaverðir stóðu heiðursvörð þegar Ólöf Nordal innaríkisráðherra mætti á opnunarathöfn fangelsisins í gær. Pláss verður fyrir 56 fanga í fangelsinu en á móti munu fangelsin í Kópavogi og Hegningarhúsinu loka en þau þykja ekki uppfylla nútímakröfur um fangavist.
Stjórnstöð fangelsisins þar sem fangaverðir geta fylgst með öllu sem gerist innan veggja þess og utan. Fyrstu fangarnir koma að líkindum í ágúst þegar starfsfólk hefur lært á öll öryggiskerfi fangelsisins.
Úr eldhúsi á kvennagangi fangelsisins má sjá lítinn fangelsisgarð. Kvennfangar sem eru í langtíma afplánun munu geta ræktað eigin matjurtir á meðan á dvölinni stendur.
Einn af átta klefum fangelsisins sem ætlað er kvenkyns föngum. Kynin verða aðskilin en einungis kvenkyns fangar munu vera í langtímaafplánun á Hólmsheið. Klefarnir, sem eru tólf fermetrar verða opnir frá morgni til kvölds, en verða læstir yfir nóttina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×