Útilokar ekki að íslensk barnaverndaryfirvöld hlutist til um mál sonar Elvu Christinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2016 19:29 Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn.Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en í sumar flúði amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, með hann frá Noregi til Íslands þar sem hún og móðir hans, Elva Christina, óttuðust að drengurinn yrði tekinn af þeim og komið í umsjá fósturfjölskyldu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag sagði Bragi að starfsemi barnaverndaryfirvalda í Noregi væri ekki mjög frábrugðin starfsemi barnaverndaryfirvalda hér á landi. Norðmenn búi í stórum dráttum við hliðstæða barnaverndarlöggjöf og Íslendingar. Bragi tekur hins vegar undir það að mál íslenska drengsins hljómi ekki vel. „En við þurfum að átta okkur á því hvað er þarna á ferðinni. Nú tek ég það alveg skýrt fram að ég hef hvergi nærri þessu máli og veit ekkert um það efnislega og það hefur aldrei verið til efnismeðferðar hér hjá íslenskum barnaverndaryfirvöldum vegna þess að forræði málsins er hjá norskum barnaverndaryfirvöldum og það er það sem við þurfum að líta til í þessu tiltekna máli. Þjóðir heims hafa komið sér saman um ákveðnar leikreglur sem eru fólgnar í því að það er það land sem barnið hefur búsetu sem fer með forræði svona mála en það er gert til þess að fyrirbyggja það að þeir sem hlut eigi að máli geti einfaldlega hlaupið á milli landa og komist undan armi laganna,“ segir Bragi.Sjá einnig: Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann Aðspurður hvort það væri samstarf á milli barnaverndaryfirvalda hér á landi og í Noregi segir hann svo vera. Þá geti komið til þess að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál íslenska drengsins. „Það væri þá í því formi að við myndum eiga frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við norsk barnaverndaryfirvöld við framtíð þessa barns sem um ræðir og ég vil alls ekkert útiloka að það geti verið í pípunum,“ segir Bragi. Hann kveðst ekki líta á Noreg sem sérstakt vandamál þegar kemur að barnaverndarmálum og segir að Norðmenn hafi reynst vel í öllu samstarfi. „Ég óttast ekki að það takist ekki gott samstarf í þessu máli ef á það verður látið reyna. Ég hins vegar segi það hreint út að ég þekki ekki málið nægilega vel til að láta í ljós skoðun á því hvort þetta geti verið raunhæft eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni hér að ofan en einnig var rætt við Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins sem hefur skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að beita sér í máli drengsins. Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu útilokar ekki að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál fimm ára gamals íslensks drengs en í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að afhenda skuli norskum barnaverndaryfirvöldum drenginn.Vísir hefur fjallað ítarlega um málið en í sumar flúði amma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, með hann frá Noregi til Íslands þar sem hún og móðir hans, Elva Christina, óttuðust að drengurinn yrði tekinn af þeim og komið í umsjá fósturfjölskyldu. Í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag sagði Bragi að starfsemi barnaverndaryfirvalda í Noregi væri ekki mjög frábrugðin starfsemi barnaverndaryfirvalda hér á landi. Norðmenn búi í stórum dráttum við hliðstæða barnaverndarlöggjöf og Íslendingar. Bragi tekur hins vegar undir það að mál íslenska drengsins hljómi ekki vel. „En við þurfum að átta okkur á því hvað er þarna á ferðinni. Nú tek ég það alveg skýrt fram að ég hef hvergi nærri þessu máli og veit ekkert um það efnislega og það hefur aldrei verið til efnismeðferðar hér hjá íslenskum barnaverndaryfirvöldum vegna þess að forræði málsins er hjá norskum barnaverndaryfirvöldum og það er það sem við þurfum að líta til í þessu tiltekna máli. Þjóðir heims hafa komið sér saman um ákveðnar leikreglur sem eru fólgnar í því að það er það land sem barnið hefur búsetu sem fer með forræði svona mála en það er gert til þess að fyrirbyggja það að þeir sem hlut eigi að máli geti einfaldlega hlaupið á milli landa og komist undan armi laganna,“ segir Bragi.Sjá einnig: Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann Aðspurður hvort það væri samstarf á milli barnaverndaryfirvalda hér á landi og í Noregi segir hann svo vera. Þá geti komið til þess að barnaverndaryfirvöld hér á landi hlutist til um mál íslenska drengsins. „Það væri þá í því formi að við myndum eiga frumkvæði að því að óska eftir samstarfi við norsk barnaverndaryfirvöld við framtíð þessa barns sem um ræðir og ég vil alls ekkert útiloka að það geti verið í pípunum,“ segir Bragi. Hann kveðst ekki líta á Noreg sem sérstakt vandamál þegar kemur að barnaverndarmálum og segir að Norðmenn hafi reynst vel í öllu samstarfi. „Ég óttast ekki að það takist ekki gott samstarf í þessu máli ef á það verður látið reyna. Ég hins vegar segi það hreint út að ég þekki ekki málið nægilega vel til að láta í ljós skoðun á því hvort þetta geti verið raunhæft eða ekki.“ Hlusta má á viðtalið við Braga í heild sinni hér að ofan en einnig var rætt við Ragnheiði Ríkharðsdóttur þingmann Sjálfstæðisflokksins sem hefur skorað á Ólöfu Nordal innanríkisráðherra að beita sér í máli drengsins.
Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59
Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs "Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ segir Ragnheiður Ríhkharðsdóttir. 5. október 2016 14:03