Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Þorgeir Helgason skrifar 12. apríl 2016 17:50 Stöðumælum verður komið upp á Þingvöllum og í Reynisfjöru í sumar. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira