Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Þorgeir Helgason skrifar 12. apríl 2016 17:50 Stöðumælum verður komið upp á Þingvöllum og í Reynisfjöru í sumar. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira
Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á bílastæðum við Þingvelli og í Reynisfjöru í sumar og samningaviðræður standa við forsvarsmenn fleiri ferðamannastaða. Þetta segir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri Bergrisa ehf. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö alþingismönnum kosnum af Alþingi, náði samkomulagi í fyrra um að hefja gjaldtöku á bílastæðinu á Hakinu við efri enda Almannagjár. Ekki var samstaða meðal nefndarmanna um gjaldtökuna og mótmæltu Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tillögunni. „Auðvitað þarf þjóðgarðurinn á fjármununum að halda, en ég hefði frekar viljað sjá ríkisstjórnina taka stefnumótandi ákvörðun í stað þess að þjóðgarðurinn gengi fyrstur í það að taka bílastæðagjald og setti með því fordæmi. Þess vegna var ég mótfallin þessari tillögu,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Forsætisráðuneytið samþykkti gjaldskrá fyrir gjaldstæðin á Þingvöllum síðasta sumar. Samkvæmt henni er daggjaldið 500 krónur fyrir einkabíl, 3.000 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma fimmtán farþega eða fleiri, 1.500 krónur fyrir hópferðabíla sem rúma 14 farþega eða færri og 750 krónur fyrir jeppa sem rúma átta farþega eða færri. Samkvæmt Ólafi Erni Haraldssyni, þjóðgarðsverði á Þingvöllum, er áætlað að gjaldtakan hefjist 1. maí. Reynisfjara ehf. sem að rekur veitingastaðinn Svörtu Fjöruna, hefur að sama skapi náð samkomulagi við Bergrisa ehf. Samkvæmt Guðna Einarssyni, eins af eigendum og rekstaraðilum veitingastaðarins, er fyrirhuguð gjaldtaka ætluð til þess að standa straum af kostnaði við að bæta aðstöðu og aðgengi ferðamanna í fjörunni. Reynisfjara sé mjög vinsæll ferðamannastaður og úrbóta sé þörf. Var ákveðið að fara þessa leið þegar synjun lá fyrir frá Framkvæmdasjóði ferðamanna. Gjaldskráin liggur ekki fyrir en áætlað er að gjaldtakan hefjist í Reynisfjöru í sumar.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Sjá meira