Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Höskuldur Kári Schram skrifar 12. apríl 2016 18:45 Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira