Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Höskuldur Kári Schram skrifar 12. apríl 2016 18:45 Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira