Ekkert bendir til þess að hringlaga blettir bæti árangur íþróttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 20:00 Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“ Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira