Ekkert bendir til þess að hringlaga blettir bæti árangur íþróttafólks Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 20:00 Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Hringlaga blettir á baki og öxlum nokkurra Ólympíukeppenda hafa vakið nokkra athygli á leikunum í ár, en þeir orsakast af gamalli kínverskri aðferð til að auka blóðflæði líkamans. Læknir segir ekkert benda til þess að aðferðin skili keppendum raunverulegum árangri. Þónokkrir keppendur á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu eru með dökkrauða hringlaga bletti á öxlum og baki. Blettirnir hafa vakið töluverða athygli en þeir sjást einna helst á keppendum frá Bandaríkjunum, og voru meðal annars áberandi á sundkappanum Michael Phelps sem vann sín tuttugustu og fyrstu gullverðlaun í nótt. Blettirnir verða til þegar settar eru sogskálar á líkamann og botninn hitaður þeim tilgangi að mynda þrýsting og auka þannig blóðflæði. Því er um að ræða nokkurskonar sogbletti. Gunnar Jóhannsson, læknir, segir erfitt að segja til um hvort meðferðin skili raunverulegum árangri. „Þetta er svona ákveðin tískusveifla sem er á meðal íþróttamanna þessa Ólympíuleikana, að fara í svokallað cupping eða sogskálameðferð við verkjum og eymslum í vöðvum. Það hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir á þessu en eins og með svo margar verkjameðferðir, og þá sérstaklega við fjölbreyttum og lítilvægum meiðslum sem íþróttafólk glímir oft við, hefur ekki verið hægt að sýna vísindalega fram á neitt.“ Gunnar bendur á að á Ólympíuleikum skipti hvert sekúndubrot máli. Fólk geti þannig sannfærst um að meðferðir á borð við þessa hjálpi blóðflæðinu og geri fólk þar af leiðandi hraðskreiðara. „Þú hefur kannski unnið einhvern tímann eftir að hafa farið í cupping- meðferð. Þá er bara komin einhver trú og það getur skipt máli,“ segir hann. Ekkert bendir þó til þess að aðferðin sé skaðleg. „Ekki frekar en sogblettir eru skaðlegir. Þetta eru ekki marblettir heldur sogblettir sem koma við þennan sogkraft og þá springa hárhæðar sem er ekki sársaukafullt. Enginn skaði annar en það, og þetta hverfur á einni til tveimur vikum.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira