Kristján gerir „mjög alvarlega athugasemdir“ við svar Bjarna um Borgunarmálið Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 15:11 Heitar umræður í þingsal um skriflegt svar fjármála- og efnahagsráðherra við spurningum þingmanns Samfylkingarinnar um Borgunarmálið. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með. Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði alvarlegar athugasemdir við svör Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn hans um sölu á Borgunarhlut Landsbankans. Þetta gerði hann á þingi í dag eftir að hafa kveðið sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Ég verð að gera mjög alvarlega athugasemdir við þetta og beini því til forseta að réttur minn sem þingmanns, bæði samkvæmt stjórnarskrá og þingsköpum, veðri virtur og þetta svar, eða þetta ímyndaða svar, verði sent til fjármálaráðherra og þess krafist að það komi svar við mínum spurningum,“ sagði Kristján undir glymjandi bjölluhljóm forseta undir loka athugasemdarinnar.Svaraði með tveimur bréfum Svarið sem Kristján kvartaði yfir var birt á þingi í gær en þar er tólf spurningum Kristjáns svarað með afritum af tveimur bréfum sem Bankasýslan sendi Bjarna sjálfu annars vegar og Landsbankanum hins vegar. Auk þess fylgdi stutt útskýring á hlutverki Bankasýslunnar og aðkomu ráðuneytisins að henni. Bjarni sagði að Kristján þyrfti að gæta þess að gera sjálfan sig ekki að aðalatriði málsins. „Er ekki aðal málið að allt verði dregið fram í dagsljósið sem varðar þetta tiltekna mál eða er það nákvæmt orðalag spurninga frá háttvirtum þingmanni sem er orðið aðalatriðið. Við skulum ekki snúa þessu máli algjörlega á hvolf,“ sagði Bjarni.Sigríður Ingibjörg sagði það hreinlega tilgang fyrirspurnarinnar að fá bein svör ráðherra.Vísir/VilhelmFjármálaráðherrann sagði málið enn í skoðun og að hann og Kristján þyrftu að bíða endanlegu svari frá bankaráði Landsbankans. „Til þess að komast betur að raun um það hvernig í því liggur,“ sagði hann. Kallaði eftir aðgerðum Einars Sigríður Ingibjörg Ingadóttir furðaði sig á því að Bjarni svaraði ekki spurningunum með beinum hætti. „Það er það sem fyrirspurnir til ráðherra ganga út á,“ sagði hún og kallaði eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, tæki málið í sínar hendur og gætti þess að ráðherrar kæmust ekki upp með að svara líkt og Bjarni gerði í þessu tilviki. Eftir að fleiri þingkonur Samfylkingarinnar höfðu tjáð sig um málið kom ráðherrann aftur í pontu. „Ef menn kynna sér svarið og fylgiskjöl þess þá er svarið að finna þar,“ sagði Bjarni. „Og hættið nú þessu leikriti háttvirtir þingmenn sem koma hér upp og láta sem svo að það sé verið að draga dulu yfir þetta mál. Því er þveröfugt farið.“ Hann hvatti svo þingmenn til að lesa fylgigögnin í svarinu því þau svöruðu spurningunum. Við lítinn fögnuð Samfylkingarþingmannanna sagði Bjarni að umræður hefðu farið fram í fjárlaganefnd um málið, þar hefðu nefndarmönnum gefist kostur á að rekja garnirnar úr forsvarsmönnum Bankasýslunnar. Þingmennirnir bentu á að grundvallar munur væri á umræðum í þingnefnd og umræðum í þingsal, þar sem allir þingmenn hefðu kost á að taka þátt og almenning að fylgjast með.
Alþingi Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira