Bjarni: Hægt að nýta kastljós umheimsins til að koma á framfæri réttum skilaboðum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 11:45 Bjarni var spurður um orstír Íslands á Alþingi í dag. Vísir/Anton Brink Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“ Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Orðstír Íslands hefur verið til umræðu á Alþingi í dag en Helgi Hrafn Gunnarsson pírati gerði hann að sérstöku umtalsefni. Helgi Hrafn spurði hvort Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra teldi að laskað orðspor Íslands myndi gera samningsstöðu Íslands í framtíðinni erfiða; til að mynda við sölu á bönkum eða afnáms fjármagnshafta. „Hvað hyggur háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra gera til að endurheimta og styðja við orðstír Íslands þegar kemur að fjármálum og aðgerðum sem hann talar svo glaðlega um að þurfi að ráðast í?“ spurði Helgi Hrafn. Bjarni telur engan mælikvarða hægt að leggja á mikilvægi trúverðugleika Íslands. Hann sagði einfaldasta svarið það að trúverðugleiki Íslands sé gríðarlega mikilvægur. Bjarni sagði hins vegar að kastljósið sem beinist að Íslandi þyrfti ekki endilega að vera neikvætt, það væri hægt að snúa vörn í sókn og benda á það sem Íslendingar hefðu gert rétt hvað varðar alþjóðlegan skattarétt. Nefndi hann í því samhengi CFC-reglurnar sem lögfestar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar. „Ég er alveg sammála því að þetta eru aðstæður sem valda okkur áhyggjum. En við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin hefur falið okkur að vinna úr þessum málum, málefnalega og í einhverju jafnvægi,“ sagði Bjarni. Þá tók hann sem dæmi þá neikvæðu athygli sem Ísland fékk í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli. „Þetta er að vísu ekki alveg sambærilegt dæmi,“ viðurkenndi Bjarni en taldi að þjóðin ætti að líta neikvæða umfjöllun undanfarinna daga sömu augum. „Við vorum í miklum vanda og neikvæðri umræðu þegar hér urðu eldraskanir og mikil umbrot. Það kastljós sem beindist að okkur á þeim tíma, það var nýtt til að koma á framfæri réttum skilaboðum.“
Panama-skjölin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira