Segir að út frá prinsippi sé ekki munur á aflandsfélagi sínu og Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 20:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum. Panama-skjölin Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum.
Panama-skjölin Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira