Segir að út frá prinsippi sé ekki munur á aflandsfélagi sínu og Bjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2016 20:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum. Panama-skjölin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að miðað við umræðuna í þjóðfélaginu um tengsl stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum sé ekki munur á Wintris-máli sínu og Falson & Co. máli Bjarna. „Ef að menn eru fyrst og fremst að líta á þetta sem prinsipp-mál að þeir sem hafi verið á einhvern hátt viðriðnir svona félög, átt ættingja sem hefur það, að þeir eigi þá að gefa pólitíkinni frið á meðan málið er að lægja, nei, þá er ekki munur,“ sagði Sigmundur Davíð í Íslandi í dag. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan Hann segir að umræðan hafi fyrst og fremst snúist um það prinsipp að aflandsfélög í skattaskjólum séu ekki boðleg í íslensku samfélagi. „En, maður hefur auðvitað séð það að umræðan um þessi mál virðist snúast fyrst og fremst um þetta prinsipp og það hefur verið erfitt að ræða það sem eru að mínu mati grundvallarstaðreyndirnar, að konan mín greiddi alltaf allt sitt til íslensks samfélags,“ sagði Sigmundur Davíð.Segir áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa ætlað að fórna sérSigmundur fór yfir víðan völl í viðtali sínu við Andra Ólafsson í Íslandi í dag og sagði hann meðal annars að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi freistað þess að nýta sér þá pólitísku óreiðu sem verið hefur í samfélaginu undanfarna daga eftir þær uppljóstranir sem komu fram í Kastljós-þættinum fræga síðastliðin sunnudag. „Ég var búinn að sitja á mér í marga daga þar sem menn virtust vera, hver um sig, ekki í mínum flokki, en maður sá ýmsa tilburði til þess að meta hvernig hlutirnir myndu þróast og jafnvel hvaða niðurstaða yrði þeim í hag.“Það átti að fórna þér meinarðu?„Fórna mér, fórna formanni Sjálfstæðisflokksins.“Hverjir voru að ræða það?„Ég held að það sé ekki rétt að ég greini frá því.“Áhrifamenn í flokknum?„Ég held að það sé ekki hægt að kalla það annað en þú ert að vísa hvort að það hafi verið einhver fyrrverandi áhrifamenn eða formann þá er það ekki sem ég er að tala um. Það var allavega ljóst að í flokknum voru menn að velta því fyrir sér hvernig nýta mæti sér þessar aðstæður og hvaða leikir væru bestir á ólíkum forsendum.“Boðar nánari greinargerð um fund sinn með forsetaSigmundur var einnig spurður út í fund sinn með forseta í hádeginu á þriðjudag sem reynst hefur umdeildur. Eftir fundinn sagði forsetinn að hann hefði hafnað beiðni Sigmundar um heimild til þess að rjúfa þing. Síðar um daginn hafnaði Sigmundur Davíð túlkun forseta á fundinum og sagðist ekki hafa óskað eftir heimild til þess að rjúfa þing. Varð það til þess að forseti fór í viðtal við fjölmiðla þar sem hann vísaði til þess að í för með Sigmundi hafi verið embættismenn úr ráðuneytinu og sérstök ríkisráðstaska.Sigmundur sagði að með í för hafði verið ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytsins ásamt öðrum embætissmanni. Með í för hafi verið taskan fræga og í henni pappírar til að bregðast við tveimur möguleikum og annar þeirr var þingrof. Að öðru leyti vildi Sigmundur Davíð ekki tjá sig mikið meira um fund sinn með forseta en boðaði það að hann myndi sjálfur skrifa meira um þennan fund síðar. „Ég hlakka til að skrifa það,“ sagði Sigmundur Davíð að lokum.
Panama-skjölin Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira