Samið um vopnahlé í Sýrlandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. desember 2016 07:00 Vladimír Pútín forseti ásamt Sergei Sjoígú varnarmálaráðherra á fundi í Moskvu þar sem þeir ræddu og kynntu fyrir blaðamönnum vopnahléið, sem hefjast átti í Sýrlandi í gærkvöld. Nordicphotos/AFP Það var Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem skýrði frá því í gær að vopnahlé myndi hefjast á miðnætti að sýrlenskum tíma, eða klukkan 22 að íslenskum tíma. Tyrkneska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta síðan. Rússneski herinn hefur stutt sýrlenska stjórnarherinn, en Tyrkir hafa staðið með sýrlenskum uppreisnarmönnum. Fullyrt var að stjórnarherinn muni leggja niður vopn. Öllum loftárásum á sýrlenska uppreisnarmenn verði hætt. Vopnahléið náði þó ekki til öfgahópa á borð við Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamskt ríki, eða Jabhat Fateh al-Sham, sem áður nefndist Nusra-fylkingin og hefur verið í tengslum við Al Kaída. Samkomulagið er gert í beinu framhaldi af brottrekstri uppreisnarmanna frá austurhluta Aleppo-borgar, sem var síðasta stóra borgin sem þeir höfðu á valdi sínu. Pútín sagði vopnahléið byggjast á þremur samningum sem allir hafi verið undirritaðir af hálfu bæði uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sá fyrsti er um vopnahlé, annar um útfærslu þess og sá þriðji um friðarviðræður sem eigi að hefjast í framhaldinu. Hann sagði jafnframt að bæði Rússar, Tyrkir og Íranar muni bæði sjá um eftirlit með vopnahléinu og tryggja að friðarferli haldi áfram í Sýrlandi. „Við áttum okkur á því að þeir samningar sem gerðir hafa verið eru afar brothættir,“ sagði hann á fundi í Moskvu í gærmorgun. Borgarastyrjöld hefur geisað í Sýrlandi í nærri sex ár. Venjulega er miðað við að það hafi byrjað þann 15. mars árið 2011 með uppreisn meðal almennings gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem svarað var með skothríð frá öryggissveitum stjórnarinnar. Þetta var þegar arabíska vorið svonefnda var í algleymingi. Einræðisherrum hafði verið steypt af stóli í Túnis og Egyptalandi, mótmæli voru víðar og bjartsýnin réð ríkjum. Sýrlandsstjórn tók hins vegar af mikill hörku á mótmælendum, sagði nánast frá fyrstu stundu að þar væru ofbeldis- og öfgamenn á ferðinni. Í júlí árið 2011 gripu uppreisnarmenn til vopna og átökin hörðnuðu hratt. Andstæðingar stjórnarinnar komu hins vegar úr ýmsum áttum og íslamskir öfgahópar blönduðu sér fljótt í átökin. Þeir hópar taka ekki þátt í vopnahléinu, heldur eingöngu hinir hófsamari hópar sem notið hafa stuðnings Vesturlanda. Talið er að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi kostað um eða yfir hálfa milljón manna lífið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Það var Vladimír Pútín Rússlandsforseti sem skýrði frá því í gær að vopnahlé myndi hefjast á miðnætti að sýrlenskum tíma, eða klukkan 22 að íslenskum tíma. Tyrkneska utanríkisráðuneytið staðfesti þetta síðan. Rússneski herinn hefur stutt sýrlenska stjórnarherinn, en Tyrkir hafa staðið með sýrlenskum uppreisnarmönnum. Fullyrt var að stjórnarherinn muni leggja niður vopn. Öllum loftárásum á sýrlenska uppreisnarmenn verði hætt. Vopnahléið náði þó ekki til öfgahópa á borð við Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamskt ríki, eða Jabhat Fateh al-Sham, sem áður nefndist Nusra-fylkingin og hefur verið í tengslum við Al Kaída. Samkomulagið er gert í beinu framhaldi af brottrekstri uppreisnarmanna frá austurhluta Aleppo-borgar, sem var síðasta stóra borgin sem þeir höfðu á valdi sínu. Pútín sagði vopnahléið byggjast á þremur samningum sem allir hafi verið undirritaðir af hálfu bæði uppreisnarmanna og stjórnvalda. Sá fyrsti er um vopnahlé, annar um útfærslu þess og sá þriðji um friðarviðræður sem eigi að hefjast í framhaldinu. Hann sagði jafnframt að bæði Rússar, Tyrkir og Íranar muni bæði sjá um eftirlit með vopnahléinu og tryggja að friðarferli haldi áfram í Sýrlandi. „Við áttum okkur á því að þeir samningar sem gerðir hafa verið eru afar brothættir,“ sagði hann á fundi í Moskvu í gærmorgun. Borgarastyrjöld hefur geisað í Sýrlandi í nærri sex ár. Venjulega er miðað við að það hafi byrjað þann 15. mars árið 2011 með uppreisn meðal almennings gegn stjórn Bashars al Assad forseta, sem svarað var með skothríð frá öryggissveitum stjórnarinnar. Þetta var þegar arabíska vorið svonefnda var í algleymingi. Einræðisherrum hafði verið steypt af stóli í Túnis og Egyptalandi, mótmæli voru víðar og bjartsýnin réð ríkjum. Sýrlandsstjórn tók hins vegar af mikill hörku á mótmælendum, sagði nánast frá fyrstu stundu að þar væru ofbeldis- og öfgamenn á ferðinni. Í júlí árið 2011 gripu uppreisnarmenn til vopna og átökin hörðnuðu hratt. Andstæðingar stjórnarinnar komu hins vegar úr ýmsum áttum og íslamskir öfgahópar blönduðu sér fljótt í átökin. Þeir hópar taka ekki þátt í vopnahléinu, heldur eingöngu hinir hófsamari hópar sem notið hafa stuðnings Vesturlanda. Talið er að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hafi kostað um eða yfir hálfa milljón manna lífið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira