Ljótar gulrætur seljast eins og heitar lummur Snærós Sindradóttir skrifar 13. febrúar 2016 07:00 Ragnhildur Þórarinsdóttir grænmetisbóndi með safagulræturnar sem neytendur eru loksins að átta sig á að séu jafn bragðgóðar og fallegu fyrsta flokks gulræturnar. Mynd/Agnes Böðvarsdóttir Matarsóun er eitt stærsta umhverfisvandamál heimsins í dag. Breskar rannsóknir sýna að þriðjungur þess matar sem komið er með inn á heimili fólks lendir í ruslinu. Dönsk rannsókn sýnir að sóun í matvælaframleiðslu sé gríðarleg og árlega fari 400 milljón tonn af grænmeti og ávöxtum til spillis. Það er ríflega þriðjungur heimsframleiðslunnar. Forrannsókn Landverndar á matarsóun í Reykjavík bendir til þess að 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent á heimilum árlega. Heildarmatarsóun á hvern Reykvíking sé að minnsta kosti 48 kíló á ári. Grænmetisbóndinn Ragnhildur Þórarinsdóttir, sem á fyrirtækið SR grænmeti á Flúðum, hefur snúið vörn í sókn í þessum efnum. Hún selur svokallaðar safagulrætur í 1,5 kílóa pokum undir vörumerkinu Frískandi. Gulræturnar eru gjarnan brotnar eða hafa komið margarma upp úr jörðu og mörgum neytendum kann að þykja þær svolítið ófríðar. Gulræturnar eru seldar á lægra verði en fyrsta flokks fallegar gulrætur. „Við reynum að gera þetta eins snyrtilega og við getum. Við reynum að nýta allt sem til fellur,“ segir Ragnhildur. „Ég þoli ekki að henda matvöru en geri allt of mikið af því. Það er svo mikið af öðrum flokki [grænmetis] sem nýtist illa.“ Gulræturnar eru týndar úr hópi fyrsta flokks gulróta og snyrtar til. Alla jafna hefðu þær lent í ruslinu en svo virðist sem neytendur séu æstir í þær. Ragnhildur segir að gulræturnar mokseljist til dæmis hjá versluninni Frú Laugu. „Ég var byrjuð að senda litlar rófur en þær seljast ekki. Það er svo skrýtið að við virðumst ekki vilja of stórar rófur og heldur ekki litlar rófur þó þær séu á lægra verði. Við verðum að hafa þær í hálfu kílói eða aðeins meira, annars kaupir fólk þær ekki.“ Ragnhildur segist finna fyrir vakningu fyrir því að kaupa ódýrara grænmeti með einhver lýti. „Þetta eru mjög bragðgóðar gulrætur, ég hef verið mjög heppin með afbrigði.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira
Matarsóun er eitt stærsta umhverfisvandamál heimsins í dag. Breskar rannsóknir sýna að þriðjungur þess matar sem komið er með inn á heimili fólks lendir í ruslinu. Dönsk rannsókn sýnir að sóun í matvælaframleiðslu sé gríðarleg og árlega fari 400 milljón tonn af grænmeti og ávöxtum til spillis. Það er ríflega þriðjungur heimsframleiðslunnar. Forrannsókn Landverndar á matarsóun í Reykjavík bendir til þess að 5.800 tonnum af mat og drykk sé hent á heimilum árlega. Heildarmatarsóun á hvern Reykvíking sé að minnsta kosti 48 kíló á ári. Grænmetisbóndinn Ragnhildur Þórarinsdóttir, sem á fyrirtækið SR grænmeti á Flúðum, hefur snúið vörn í sókn í þessum efnum. Hún selur svokallaðar safagulrætur í 1,5 kílóa pokum undir vörumerkinu Frískandi. Gulræturnar eru gjarnan brotnar eða hafa komið margarma upp úr jörðu og mörgum neytendum kann að þykja þær svolítið ófríðar. Gulræturnar eru seldar á lægra verði en fyrsta flokks fallegar gulrætur. „Við reynum að gera þetta eins snyrtilega og við getum. Við reynum að nýta allt sem til fellur,“ segir Ragnhildur. „Ég þoli ekki að henda matvöru en geri allt of mikið af því. Það er svo mikið af öðrum flokki [grænmetis] sem nýtist illa.“ Gulræturnar eru týndar úr hópi fyrsta flokks gulróta og snyrtar til. Alla jafna hefðu þær lent í ruslinu en svo virðist sem neytendur séu æstir í þær. Ragnhildur segir að gulræturnar mokseljist til dæmis hjá versluninni Frú Laugu. „Ég var byrjuð að senda litlar rófur en þær seljast ekki. Það er svo skrýtið að við virðumst ekki vilja of stórar rófur og heldur ekki litlar rófur þó þær séu á lægra verði. Við verðum að hafa þær í hálfu kílói eða aðeins meira, annars kaupir fólk þær ekki.“ Ragnhildur segist finna fyrir vakningu fyrir því að kaupa ódýrara grænmeti með einhver lýti. „Þetta eru mjög bragðgóðar gulrætur, ég hef verið mjög heppin með afbrigði.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina Sjá meira