Stofnaði félag nemenda með íslenskuna sem annað mál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. febrúar 2016 10:00 Giedre Razgute er kraftmikill nemandi við Háskóla Íslands sem hefur stofnað félagsskap nemenda sem hafa íslensku sem annað mál. Þá bauð hún sig fram ein til stúdentaráðs en það hafði ekki gerst í fjörutíu ár. Visir/Ernir Giedre Razgute kom til Íslands árið 2014 til að læra íslensku við Háskóla Íslands. Hún hefur látið mikið að sér kveða í félagslífi stúdenta. Hún bauð sig fram í einstaklingsframboði til stúdentaráðs Háskóla Íslands og var fyrsta manneskjan í yfir fjörutíu ár til þess að gera það. Í byrjun febrúar lét hún svo til skarar skríða og stofnaði félag nemenda í Háskóla Íslands sem hafa íslensku sem annað mál, Huldumál. „Í tíma síðasta haust ræddum við félagslíf í Háskóla Íslands og lærðum meira um nemendafélög og hlutverk þeirra í háskólanum. Það kom í ljós að það var fyrir nokkrum árum nemendafélag í íslensku sem öðru máli en það varð óvirkt fyrir löngu síðan. Nemendur í okkar námi eru í sérstakri stöðu innan háskólans því þeir eru ekki íslenskunemendur en flestir eru ekki heldur skiptinemar. Ég og nokkrir nemendur ræddum málið frekar og ákváðum að svona nemendafélag yrði bæði gagnlegt og skemmtilegt. Við héldum fyrsta skipulagsfundinn í október og svo hélt ferlið áfram og félagið var stofnað 1. febrúar. Fundir eru opnir öllum nemendum í náminu.“ Margt spennandi er á döfinni hjá félaginu á næstu dögum. „Fyrsti viðburður er kvikmyndakvöld í Stúdentakjallaranum. Við ætlum að horfa á Bjarnfreðarson sem okkur finnst sérstaklega skemmtileg íslensk kvikmynd svo það er góð byrjun. Einnig viljum við halda pallborðsumræður um þýðingar frá íslensku yfir á önnur tungumál og öfugt af því að margir okkar í náminu hafa áhuga á þýðingum. Við erum líka að pæla í að halda pub-quiz um íslenska tungu og fara í vísindaferðir en við gerum þetta líklegast næsta haust.Okkur langar ekki bara að halda skemmtilega viðburði en fyrst og fremst að vera í sambandi við nemendur í náminu og heyra um þarfir þeirra. Við viljum líka ræða námið sjálft ásamt öðrum nemendum í náminu og sjá hvernig við getum breytt því og gert það betra.“ Einstaklingsframboð Giedre vakti töluverða athygli. Sjálfri fannst henni reynslan góð. „Ég var bara ein lítil stelpa sem enginn þekkti en á sama tíma átti ég að berjast á sama hátt og stúdentafylkingar í kosningabaráttunni. Það sem mér fannst skemmtilegt var að þetta var sögulegt skref að vera fyrsta einstaklingsframboð í 40 ár. Ég vissi alls ekki við hverju ég ætti að búast. Ég gætti fengið 1 atkvæði eða unnið. Þess vegna reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og gerði ekki sérstaklega mikið heldur fann út hvernig svona framboð virka. Nú veit ég að ef einhver býður sig fram og gerir aðeins meira en ég í kosningabaráttunni þá er miklar líkur á að vinna.“ Hún hvetur þá sem vilja berjast fyrir hagsmunum stúdenta til að bjóða sig fram. „Ég hvet alla nema í HÍ, sem vilja berjast fyrir hagsmunum stúdenta og eru með hugmyndir um hvernig er hægt að virkja stúdentaráð og að breytingum til góðs í Háskólanum, til þess.“ Það munaði litlu hjá Giedre, aðeins tíu atkvæði vantaði upp á að hún fengi kosningu í ráðið. Hún segist hafa verið örlítið svekkt þegar hún frétti af því hversu lítið hefði vantað upp á. „Jú, pínulítið, en bara fyrstar tíu mínúturnar. En samt, ég er mjög ánægð með úrslitin. Ég hafði það markmið þegar ég bauð mig fram að vera ekki sú síðasta og ég náði því. Af 11 framboðum á Hugvísindasviði var ég sjötta. Annað markmið var að sýna fram á það að það eru aðrir möguleikar á að taka þátt í kosningum til stúdentaráðs og ég vona að við sjáum fleiri einstaklingsframboð næsta ár. Ég vildi einnig draga athygli að nemendum í íslensku sem öðru máli. Ég held að mér hafi tekist það og ég er afar ánægð með það að við erum loksins búin að stofna nemendafélag.“ Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Giedre Razgute kom til Íslands árið 2014 til að læra íslensku við Háskóla Íslands. Hún hefur látið mikið að sér kveða í félagslífi stúdenta. Hún bauð sig fram í einstaklingsframboði til stúdentaráðs Háskóla Íslands og var fyrsta manneskjan í yfir fjörutíu ár til þess að gera það. Í byrjun febrúar lét hún svo til skarar skríða og stofnaði félag nemenda í Háskóla Íslands sem hafa íslensku sem annað mál, Huldumál. „Í tíma síðasta haust ræddum við félagslíf í Háskóla Íslands og lærðum meira um nemendafélög og hlutverk þeirra í háskólanum. Það kom í ljós að það var fyrir nokkrum árum nemendafélag í íslensku sem öðru máli en það varð óvirkt fyrir löngu síðan. Nemendur í okkar námi eru í sérstakri stöðu innan háskólans því þeir eru ekki íslenskunemendur en flestir eru ekki heldur skiptinemar. Ég og nokkrir nemendur ræddum málið frekar og ákváðum að svona nemendafélag yrði bæði gagnlegt og skemmtilegt. Við héldum fyrsta skipulagsfundinn í október og svo hélt ferlið áfram og félagið var stofnað 1. febrúar. Fundir eru opnir öllum nemendum í náminu.“ Margt spennandi er á döfinni hjá félaginu á næstu dögum. „Fyrsti viðburður er kvikmyndakvöld í Stúdentakjallaranum. Við ætlum að horfa á Bjarnfreðarson sem okkur finnst sérstaklega skemmtileg íslensk kvikmynd svo það er góð byrjun. Einnig viljum við halda pallborðsumræður um þýðingar frá íslensku yfir á önnur tungumál og öfugt af því að margir okkar í náminu hafa áhuga á þýðingum. Við erum líka að pæla í að halda pub-quiz um íslenska tungu og fara í vísindaferðir en við gerum þetta líklegast næsta haust.Okkur langar ekki bara að halda skemmtilega viðburði en fyrst og fremst að vera í sambandi við nemendur í náminu og heyra um þarfir þeirra. Við viljum líka ræða námið sjálft ásamt öðrum nemendum í náminu og sjá hvernig við getum breytt því og gert það betra.“ Einstaklingsframboð Giedre vakti töluverða athygli. Sjálfri fannst henni reynslan góð. „Ég var bara ein lítil stelpa sem enginn þekkti en á sama tíma átti ég að berjast á sama hátt og stúdentafylkingar í kosningabaráttunni. Það sem mér fannst skemmtilegt var að þetta var sögulegt skref að vera fyrsta einstaklingsframboð í 40 ár. Ég vissi alls ekki við hverju ég ætti að búast. Ég gætti fengið 1 atkvæði eða unnið. Þess vegna reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og gerði ekki sérstaklega mikið heldur fann út hvernig svona framboð virka. Nú veit ég að ef einhver býður sig fram og gerir aðeins meira en ég í kosningabaráttunni þá er miklar líkur á að vinna.“ Hún hvetur þá sem vilja berjast fyrir hagsmunum stúdenta til að bjóða sig fram. „Ég hvet alla nema í HÍ, sem vilja berjast fyrir hagsmunum stúdenta og eru með hugmyndir um hvernig er hægt að virkja stúdentaráð og að breytingum til góðs í Háskólanum, til þess.“ Það munaði litlu hjá Giedre, aðeins tíu atkvæði vantaði upp á að hún fengi kosningu í ráðið. Hún segist hafa verið örlítið svekkt þegar hún frétti af því hversu lítið hefði vantað upp á. „Jú, pínulítið, en bara fyrstar tíu mínúturnar. En samt, ég er mjög ánægð með úrslitin. Ég hafði það markmið þegar ég bauð mig fram að vera ekki sú síðasta og ég náði því. Af 11 framboðum á Hugvísindasviði var ég sjötta. Annað markmið var að sýna fram á það að það eru aðrir möguleikar á að taka þátt í kosningum til stúdentaráðs og ég vona að við sjáum fleiri einstaklingsframboð næsta ár. Ég vildi einnig draga athygli að nemendum í íslensku sem öðru máli. Ég held að mér hafi tekist það og ég er afar ánægð með það að við erum loksins búin að stofna nemendafélag.“
Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira