Bjarni segir það „koma í ljós“ hvort hann muni gera grein fyrir sínum fjármálum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. apríl 2016 11:26 „Þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni vísir/anton brink „Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um hvort hann ætli að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega. Árni Páll birti skattframtal sitt í gær og á þingi í morgun hvatti hann Bjarna til þess að gera slíkt hið sama. „Eigum við kannski að bindast höndum saman um að birta þessar upplýsingar og kannski ekki bara fyrir þessi tvö ár, heldur líka fyrir öll þau ár sem skipta máli, til þess að hægt sé að taka af allan vafa um að skattskil vegna aflandsfélaga í eigu forystumanna í stjórnmálum hafi verið með fullnægjandi hætti og í samræmi við yfirlýsingar þeirra sjálfra,“ sagði Árni Páll.„Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar?“vísir/pjeturBjarni sagði það hafa verið rætt í fjölda ára með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við kröfuna um skráningu hagsmuna – og að úr hafi orðið að reglu voru settar um hagsmunaskráningu á þingi. Vilji menn að gerðar séu breytingar á því fyrirkomulagi verði það að gerast á þverpólitískum vettvangi. „Undir lok máls vakti háttvirtur þingmaður athygli á því að hann taldi mikilvægt að menn gætu gert grein fyrir því sem sagt hefur verið um möguleg tengsl við aflandsfélög og það gerir bara hver og einn með þeim hætti sem hann kýs að gera, þar á meðal ég,“ sagði Bjarni.Sakar Bjarna um að reyna að hlífa Sigmundi Árni Páll sagði ljóst að miðað við túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á hagsmunaskráningunni, sé hún ófullnægjandi. Þá líti það út fyrir að Bjarni sé að hlífa Sigmundi með því að gera ekki grein fyrir sínum fjármálum. „Mér finnst svolítið skrítið að hæstvirtur fjármálaráðherra segist ekkert hafa að fela um skattskil sín vegna aflandsfélags sem ætlar að verða skálkaskjól fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í þessu efni. Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar? Í hvaða skollaleik erum við komin, virðulegur forseti? Er ekkert að marka yfirlýsingar um að menn hafi ekkert að fela?“Metur það sjálfur hvernig hann gerir upp sína hluti Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að ekki sé ósanngjarnt að lagðar séu sérstakar kröfur á þá sem séu í fyrirsvari fyrir til dæmis forsætisráðuneytið og eftir atvikum fjármála- og efnahagsráðuneyti. „En þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni við fyrirspurn Árna Páls. Tengdar fréttir Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
„Ég mun bara fyrir mitt leyti meta þörfina fyrir frekari upplýsingagjöf til að fylgja eftir því sem ég hef sagt. Það kemur þá bara í ljós, mér finnst lang best að láta verkin tala, hvernig það verður gert,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, um hvort hann ætli að gera grein fyrir fjármálum sínum opinberlega. Árni Páll birti skattframtal sitt í gær og á þingi í morgun hvatti hann Bjarna til þess að gera slíkt hið sama. „Eigum við kannski að bindast höndum saman um að birta þessar upplýsingar og kannski ekki bara fyrir þessi tvö ár, heldur líka fyrir öll þau ár sem skipta máli, til þess að hægt sé að taka af allan vafa um að skattskil vegna aflandsfélaga í eigu forystumanna í stjórnmálum hafi verið með fullnægjandi hætti og í samræmi við yfirlýsingar þeirra sjálfra,“ sagði Árni Páll.„Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar?“vísir/pjeturBjarni sagði það hafa verið rætt í fjölda ára með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við kröfuna um skráningu hagsmuna – og að úr hafi orðið að reglu voru settar um hagsmunaskráningu á þingi. Vilji menn að gerðar séu breytingar á því fyrirkomulagi verði það að gerast á þverpólitískum vettvangi. „Undir lok máls vakti háttvirtur þingmaður athygli á því að hann taldi mikilvægt að menn gætu gert grein fyrir því sem sagt hefur verið um möguleg tengsl við aflandsfélög og það gerir bara hver og einn með þeim hætti sem hann kýs að gera, þar á meðal ég,“ sagði Bjarni.Sakar Bjarna um að reyna að hlífa Sigmundi Árni Páll sagði ljóst að miðað við túlkun forystumanna ríkisstjórnarinnar á hagsmunaskráningunni, sé hún ófullnægjandi. Þá líti það út fyrir að Bjarni sé að hlífa Sigmundi með því að gera ekki grein fyrir sínum fjármálum. „Mér finnst svolítið skrítið að hæstvirtur fjármálaráðherra segist ekkert hafa að fela um skattskil sín vegna aflandsfélags sem ætlar að verða skálkaskjól fyrir fyrrverandi forsætisráðherra í þessu efni. Er það þannig að það er sem sagt Bjarni Benediktsson ætlar nú að koma til varnar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni með því að birta ekki sínar upplýsingar? Í hvaða skollaleik erum við komin, virðulegur forseti? Er ekkert að marka yfirlýsingar um að menn hafi ekkert að fela?“Metur það sjálfur hvernig hann gerir upp sína hluti Bjarni sagðist þeirrar skoðunar að ekki sé ósanngjarnt að lagðar séu sérstakar kröfur á þá sem séu í fyrirsvari fyrir til dæmis forsætisráðuneytið og eftir atvikum fjármála- og efnahagsráðuneyti. „En þessa umræðu er mikilvægt að taka af yfirvegun og það er ekki svo að ég sé að reyna að skapa einhverjum öðrum skjól. Ég ætla bara að meta það fyrir mig hvernig ég geri upp mína hluti, alveg eins og háttvirtur þingmaður hefur gert fyrir sig,“ sagði Bjarni við fyrirspurn Árna Páls.
Tengdar fréttir Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Árni Páll birtir upplýsingar úr skattframtali sínu Fer að frumkvæði Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. 13. apríl 2016 12:49