„Herraklippingum“ hefur fjölgað tífalt síðasta áratuginn Atli ísleifsson skrifar 11. mars 2016 10:54 Löggjöfin kveður á um að enginn undir 25 ára megi taka sig úr sambandi, nema með sérstakri undanþágu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir segir að ófrjósemisaðgerðum karla hafi fjölgað gríðarlega á síðustu árum og tífaldast síðasta áratuginn. Hann segir að tíðni ófrjósemisaðgerða hafi alveg snúist við á síðustu árum. „Í heildina leggja kvensjúkdómalæknar meira upp úr því að karlmenn taki sig frekar úr sambandi en konur. Konur þurfa svæingu, setja þarf klemmur fyrir egglaleiðarana sem geta síðar setið eftir með verki og sársauka í mörg ár. Áhætta er á sýkingu,“ segor Arnar sem bendir á að konur séu frá í einn og hálfan sólarhring eftir aðgerð á meðan karlar geti farið beint aftur í vinnuna að aðgerð lokinni, þess vegna hjólandi. Arnar ræddi um ófrjósemisaðgerðir karla í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær.Mögulegt að endurtengja alla aftur„Það er alltaf hægt að snúa við. En rétt er að senda engan af stað nema hann hafi ákveðið að gera þetta með það í huga að þetta eigi að vera varanlegt,“ segir Arnar aðspurður um hvort að þeir karlar sem ákveði að fara í ófrjósemisaðgerð séu búnir að fyrirgera frjósemi sinni til lífstíðar. „Það er hægt að endurtengja alla aftur en það eru ekki allir sem verða frjóir aftur. Það fer eftir því hvað er langt síðan hann var tekinn úr sambandi og hvernig tekst að endurtengja,“ segir Arnar.Á vef doktor.is segir að við svona aðgerð skeri læknirinn sitthvorn sáðleiðarann í sundur, tekur lítinn bút úr honum og lokar síðan fyrir báða enda svo það verði engin leið fyrir sáðfrumurnar að komast um sáðleiðarana og til þvagrásarinnar. Af þessu leiðir að engin sæðisfruma er í sæðinu sem kemur út við sáðlát.SmáaðgerðArnar segir þetta vera smáaðgerð í sjálfu sér. „Aukaverkunin getur verið sú að það getur komið sýking, það getur komið blæðing innvortis og það er náttúrulega ekki gaman ef maður er kominn með handbolta á milli læranna sem getur staðið yfir í einhverja mánuði en það er ofsalega sjaldgæft að það komi mikil blæðing.“ Hann bendir á að strengurinn geti rýrnað þegar búið er að hnýta fyrir hann. Mögulega verða komnir samgróningar sem erfitt sé að sjá fyrir eða losa. „Þeir eru mjög flinkir okkar þvagfæralæknar að gera það, en það er bæði miklu dýrara að endurtengja en að taka sig úr sambandi sem kostar ekki neitt.“Hverjir eru kostirnir fyrir konurnar?„Kostirnir fyrir konurnar eru að hún þarf ekki að hugsa um þessar getnaðarvarnir endalaust. Hún þarf ekki að vera á pillunni allan sólarhringinn. Hún þarf ekki að nota einhverja lykkju eða annað slíkt. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða þunguð.“Ekkert gerist hjá körlunumArnar segir það mismunandi hvort getnaðarvarnir hafi slæm áhrif á konuna. „Obbinn af konum finna lítið sem ekkert fyrir því en það er stór hluti kvenna sem finna fyrir andlegum breytingum, depurð, þunglyndi, líkamsbreytingar. Og svo jafnvel allt upp í blóðtappa sem er það alvarlegasta sem kemur fyrir. Hjá okkur körlunum er raunverulega ekkert sem gerist við þessa aðgerð. Það ekkert, fyrir utan mögulega sýkingu.“Myndirðu segja að þetta væri ein besta gjöf sem karlar geta gefið konum sínum?„Þetta væri allavega góð morgungjöf. Engin áhætta fyrir þá.“Ekki eins mikið sæði í súpunni Arnar segir að löggjöfin kveði á um að enginn undir 25 ára megi taka sig úr sambandi, nema með sérstakri undanþágu. Hann segir að sáðlátið haldi áfram eftir aðgerðir sem þessar. „Það verður bara örlítið þynnra af því að það er ekki eins mikið af sæði í súpunni.“ Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum að ofan. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir segir að ófrjósemisaðgerðum karla hafi fjölgað gríðarlega á síðustu árum og tífaldast síðasta áratuginn. Hann segir að tíðni ófrjósemisaðgerða hafi alveg snúist við á síðustu árum. „Í heildina leggja kvensjúkdómalæknar meira upp úr því að karlmenn taki sig frekar úr sambandi en konur. Konur þurfa svæingu, setja þarf klemmur fyrir egglaleiðarana sem geta síðar setið eftir með verki og sársauka í mörg ár. Áhætta er á sýkingu,“ segor Arnar sem bendir á að konur séu frá í einn og hálfan sólarhring eftir aðgerð á meðan karlar geti farið beint aftur í vinnuna að aðgerð lokinni, þess vegna hjólandi. Arnar ræddi um ófrjósemisaðgerðir karla í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær.Mögulegt að endurtengja alla aftur„Það er alltaf hægt að snúa við. En rétt er að senda engan af stað nema hann hafi ákveðið að gera þetta með það í huga að þetta eigi að vera varanlegt,“ segir Arnar aðspurður um hvort að þeir karlar sem ákveði að fara í ófrjósemisaðgerð séu búnir að fyrirgera frjósemi sinni til lífstíðar. „Það er hægt að endurtengja alla aftur en það eru ekki allir sem verða frjóir aftur. Það fer eftir því hvað er langt síðan hann var tekinn úr sambandi og hvernig tekst að endurtengja,“ segir Arnar.Á vef doktor.is segir að við svona aðgerð skeri læknirinn sitthvorn sáðleiðarann í sundur, tekur lítinn bút úr honum og lokar síðan fyrir báða enda svo það verði engin leið fyrir sáðfrumurnar að komast um sáðleiðarana og til þvagrásarinnar. Af þessu leiðir að engin sæðisfruma er í sæðinu sem kemur út við sáðlát.SmáaðgerðArnar segir þetta vera smáaðgerð í sjálfu sér. „Aukaverkunin getur verið sú að það getur komið sýking, það getur komið blæðing innvortis og það er náttúrulega ekki gaman ef maður er kominn með handbolta á milli læranna sem getur staðið yfir í einhverja mánuði en það er ofsalega sjaldgæft að það komi mikil blæðing.“ Hann bendir á að strengurinn geti rýrnað þegar búið er að hnýta fyrir hann. Mögulega verða komnir samgróningar sem erfitt sé að sjá fyrir eða losa. „Þeir eru mjög flinkir okkar þvagfæralæknar að gera það, en það er bæði miklu dýrara að endurtengja en að taka sig úr sambandi sem kostar ekki neitt.“Hverjir eru kostirnir fyrir konurnar?„Kostirnir fyrir konurnar eru að hún þarf ekki að hugsa um þessar getnaðarvarnir endalaust. Hún þarf ekki að vera á pillunni allan sólarhringinn. Hún þarf ekki að nota einhverja lykkju eða annað slíkt. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða þunguð.“Ekkert gerist hjá körlunumArnar segir það mismunandi hvort getnaðarvarnir hafi slæm áhrif á konuna. „Obbinn af konum finna lítið sem ekkert fyrir því en það er stór hluti kvenna sem finna fyrir andlegum breytingum, depurð, þunglyndi, líkamsbreytingar. Og svo jafnvel allt upp í blóðtappa sem er það alvarlegasta sem kemur fyrir. Hjá okkur körlunum er raunverulega ekkert sem gerist við þessa aðgerð. Það ekkert, fyrir utan mögulega sýkingu.“Myndirðu segja að þetta væri ein besta gjöf sem karlar geta gefið konum sínum?„Þetta væri allavega góð morgungjöf. Engin áhætta fyrir þá.“Ekki eins mikið sæði í súpunni Arnar segir að löggjöfin kveði á um að enginn undir 25 ára megi taka sig úr sambandi, nema með sérstakri undanþágu. Hann segir að sáðlátið haldi áfram eftir aðgerðir sem þessar. „Það verður bara örlítið þynnra af því að það er ekki eins mikið af sæði í súpunni.“ Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum að ofan.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira