„Herraklippingum“ hefur fjölgað tífalt síðasta áratuginn Atli ísleifsson skrifar 11. mars 2016 10:54 Löggjöfin kveður á um að enginn undir 25 ára megi taka sig úr sambandi, nema með sérstakri undanþágu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir segir að ófrjósemisaðgerðum karla hafi fjölgað gríðarlega á síðustu árum og tífaldast síðasta áratuginn. Hann segir að tíðni ófrjósemisaðgerða hafi alveg snúist við á síðustu árum. „Í heildina leggja kvensjúkdómalæknar meira upp úr því að karlmenn taki sig frekar úr sambandi en konur. Konur þurfa svæingu, setja þarf klemmur fyrir egglaleiðarana sem geta síðar setið eftir með verki og sársauka í mörg ár. Áhætta er á sýkingu,“ segor Arnar sem bendir á að konur séu frá í einn og hálfan sólarhring eftir aðgerð á meðan karlar geti farið beint aftur í vinnuna að aðgerð lokinni, þess vegna hjólandi. Arnar ræddi um ófrjósemisaðgerðir karla í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær.Mögulegt að endurtengja alla aftur„Það er alltaf hægt að snúa við. En rétt er að senda engan af stað nema hann hafi ákveðið að gera þetta með það í huga að þetta eigi að vera varanlegt,“ segir Arnar aðspurður um hvort að þeir karlar sem ákveði að fara í ófrjósemisaðgerð séu búnir að fyrirgera frjósemi sinni til lífstíðar. „Það er hægt að endurtengja alla aftur en það eru ekki allir sem verða frjóir aftur. Það fer eftir því hvað er langt síðan hann var tekinn úr sambandi og hvernig tekst að endurtengja,“ segir Arnar.Á vef doktor.is segir að við svona aðgerð skeri læknirinn sitthvorn sáðleiðarann í sundur, tekur lítinn bút úr honum og lokar síðan fyrir báða enda svo það verði engin leið fyrir sáðfrumurnar að komast um sáðleiðarana og til þvagrásarinnar. Af þessu leiðir að engin sæðisfruma er í sæðinu sem kemur út við sáðlát.SmáaðgerðArnar segir þetta vera smáaðgerð í sjálfu sér. „Aukaverkunin getur verið sú að það getur komið sýking, það getur komið blæðing innvortis og það er náttúrulega ekki gaman ef maður er kominn með handbolta á milli læranna sem getur staðið yfir í einhverja mánuði en það er ofsalega sjaldgæft að það komi mikil blæðing.“ Hann bendir á að strengurinn geti rýrnað þegar búið er að hnýta fyrir hann. Mögulega verða komnir samgróningar sem erfitt sé að sjá fyrir eða losa. „Þeir eru mjög flinkir okkar þvagfæralæknar að gera það, en það er bæði miklu dýrara að endurtengja en að taka sig úr sambandi sem kostar ekki neitt.“Hverjir eru kostirnir fyrir konurnar?„Kostirnir fyrir konurnar eru að hún þarf ekki að hugsa um þessar getnaðarvarnir endalaust. Hún þarf ekki að vera á pillunni allan sólarhringinn. Hún þarf ekki að nota einhverja lykkju eða annað slíkt. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða þunguð.“Ekkert gerist hjá körlunumArnar segir það mismunandi hvort getnaðarvarnir hafi slæm áhrif á konuna. „Obbinn af konum finna lítið sem ekkert fyrir því en það er stór hluti kvenna sem finna fyrir andlegum breytingum, depurð, þunglyndi, líkamsbreytingar. Og svo jafnvel allt upp í blóðtappa sem er það alvarlegasta sem kemur fyrir. Hjá okkur körlunum er raunverulega ekkert sem gerist við þessa aðgerð. Það ekkert, fyrir utan mögulega sýkingu.“Myndirðu segja að þetta væri ein besta gjöf sem karlar geta gefið konum sínum?„Þetta væri allavega góð morgungjöf. Engin áhætta fyrir þá.“Ekki eins mikið sæði í súpunni Arnar segir að löggjöfin kveði á um að enginn undir 25 ára megi taka sig úr sambandi, nema með sérstakri undanþágu. Hann segir að sáðlátið haldi áfram eftir aðgerðir sem þessar. „Það verður bara örlítið þynnra af því að það er ekki eins mikið af sæði í súpunni.“ Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum að ofan. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir segir að ófrjósemisaðgerðum karla hafi fjölgað gríðarlega á síðustu árum og tífaldast síðasta áratuginn. Hann segir að tíðni ófrjósemisaðgerða hafi alveg snúist við á síðustu árum. „Í heildina leggja kvensjúkdómalæknar meira upp úr því að karlmenn taki sig frekar úr sambandi en konur. Konur þurfa svæingu, setja þarf klemmur fyrir egglaleiðarana sem geta síðar setið eftir með verki og sársauka í mörg ár. Áhætta er á sýkingu,“ segor Arnar sem bendir á að konur séu frá í einn og hálfan sólarhring eftir aðgerð á meðan karlar geti farið beint aftur í vinnuna að aðgerð lokinni, þess vegna hjólandi. Arnar ræddi um ófrjósemisaðgerðir karla í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær.Mögulegt að endurtengja alla aftur„Það er alltaf hægt að snúa við. En rétt er að senda engan af stað nema hann hafi ákveðið að gera þetta með það í huga að þetta eigi að vera varanlegt,“ segir Arnar aðspurður um hvort að þeir karlar sem ákveði að fara í ófrjósemisaðgerð séu búnir að fyrirgera frjósemi sinni til lífstíðar. „Það er hægt að endurtengja alla aftur en það eru ekki allir sem verða frjóir aftur. Það fer eftir því hvað er langt síðan hann var tekinn úr sambandi og hvernig tekst að endurtengja,“ segir Arnar.Á vef doktor.is segir að við svona aðgerð skeri læknirinn sitthvorn sáðleiðarann í sundur, tekur lítinn bút úr honum og lokar síðan fyrir báða enda svo það verði engin leið fyrir sáðfrumurnar að komast um sáðleiðarana og til þvagrásarinnar. Af þessu leiðir að engin sæðisfruma er í sæðinu sem kemur út við sáðlát.SmáaðgerðArnar segir þetta vera smáaðgerð í sjálfu sér. „Aukaverkunin getur verið sú að það getur komið sýking, það getur komið blæðing innvortis og það er náttúrulega ekki gaman ef maður er kominn með handbolta á milli læranna sem getur staðið yfir í einhverja mánuði en það er ofsalega sjaldgæft að það komi mikil blæðing.“ Hann bendir á að strengurinn geti rýrnað þegar búið er að hnýta fyrir hann. Mögulega verða komnir samgróningar sem erfitt sé að sjá fyrir eða losa. „Þeir eru mjög flinkir okkar þvagfæralæknar að gera það, en það er bæði miklu dýrara að endurtengja en að taka sig úr sambandi sem kostar ekki neitt.“Hverjir eru kostirnir fyrir konurnar?„Kostirnir fyrir konurnar eru að hún þarf ekki að hugsa um þessar getnaðarvarnir endalaust. Hún þarf ekki að vera á pillunni allan sólarhringinn. Hún þarf ekki að nota einhverja lykkju eða annað slíkt. Hún þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verða þunguð.“Ekkert gerist hjá körlunumArnar segir það mismunandi hvort getnaðarvarnir hafi slæm áhrif á konuna. „Obbinn af konum finna lítið sem ekkert fyrir því en það er stór hluti kvenna sem finna fyrir andlegum breytingum, depurð, þunglyndi, líkamsbreytingar. Og svo jafnvel allt upp í blóðtappa sem er það alvarlegasta sem kemur fyrir. Hjá okkur körlunum er raunverulega ekkert sem gerist við þessa aðgerð. Það ekkert, fyrir utan mögulega sýkingu.“Myndirðu segja að þetta væri ein besta gjöf sem karlar geta gefið konum sínum?„Þetta væri allavega góð morgungjöf. Engin áhætta fyrir þá.“Ekki eins mikið sæði í súpunni Arnar segir að löggjöfin kveði á um að enginn undir 25 ára megi taka sig úr sambandi, nema með sérstakri undanþágu. Hann segir að sáðlátið haldi áfram eftir aðgerðir sem þessar. „Það verður bara örlítið þynnra af því að það er ekki eins mikið af sæði í súpunni.“ Hlusta má á viðtalið við Arnar í spilaranum að ofan.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira