Lífið

Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helgi Björns og Hansa fara með tvö af aðalhlutverkunum í söngleiknum Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Helgi Björns og Hansa fara með tvö af aðalhlutverkunum í söngleiknum Mamma Mia! sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. vísir
Borgarleikhúsið hefur sett á YouTube-síðu sína upptöku af laginu SOS eftir sænsku hljómsveitina ABBA en Helgi Björns og Hansa syngja lagið.

Þau fara með tvö af aðalhlutverkunum í söngleiknum Mamma Mia! sem er frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld. Nú þegar er uppselt á tugi sýninga í Borgarleikhúsinu en um 35 þúsund manns hafa tryggt sér miða. Þá hefur fjölda aukasýninga verið bætt við.

Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir. Þórarinn Eldjárn þýddi texta sænsku hljómsveitarinnar fyrir leikritið en Jón Ólafsson er tónlistarstjóri.

Söngleikurinn Mamma Mia! hefur notið gríðarlegra vinsælda um allan heim auk þess sem kvikmynd var gerð eftir honum árið 2008. Í henni fóru þau Meryl Streep og Pierce Brosnan með þau hlutverk sem Helgi Björns og Hansa fara með í sýningunni hér heima. Þau sungu því líka SOS og má heyra það hér að neðan.


Tengdar fréttir

Það er sáluhjálp í allri sköpun

Söngleikurinn Mamma mia verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í næstu viku og þar eru þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Helgi Björnsson í tveimur af aðalhlutverkunum. Þau gáfu sér tíma til þess að spjalla um ABBA, lífið í leikhúsinu og mikilvægi þess að þora að reyna eitthvað nýtt og spennandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×