Fæðingarorlof: Hámarksgreiðslur foreldris verði hækkaðar, orlof lengt og leikskóladvöl tryggð Atli ísleifsson skrifar 11. mars 2016 16:43 Birkir Jón Jónsson, formaður starfshópsins, og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Mynd/velferðarráðuneytið Lagt er til að hámarksgreiðslur foreldris úr Fæðingarorlofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund króna á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. Tillögurnar fela meðal í sér hækkun greiðslna og afnám skerðinga vegna tekna að 300 þúsund króna á mánuði, að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf og að leikskóladvöl verði tryggð í framhaldi af fæðingarorlofi.Fæðingarorlof lengt úr níu í tólf mánuðiÍ frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að allir fulltrúarnir standi að baki skýrslu hópsins en ekki hafi náðst samstaða um allar tillögurnar, líkt og fram komi í fyrirvörum með lokaskýrslu. Lagt er til að að tekjur foreldris að 300.000 krónum á mánuði skerðist ekki en að foreldrar fái 80% af þeim viðmiðunartekjum sem eru umfram 300.000 kr. Miðað er við að hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi hækki úr 370.000 kr. á mánuði í 600.000 kr. á mánuði. Lagt er til að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðum í tólf. Tíu mánuðir skiptist til helminga milli foreldra barns en tveir mánuðir verði sameiginlegir. Þá segir að mikilvægt sé fyrir jafnrétti kynjanna að unnt verði að bjóða börnum dvöl á leikskóla eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Af þessum ástæðum sé mikilvægt að leita leiða sem geri mögulegt að bjóða öllum börnum dvöl á leikskóla við tólf mánaða aldur.Eygló: „Verður að hækka hámarksgreiðsluna“Fulltrúar í starfshópnum eru sammála um að það skuli vera meginmarkmið að báðir foreldrar nýti að fullu rétt sinn til fæðingarorlofs til að vera með börnum sínum, að foreldrar nýti sameiginlegan rétt sinn að jöfnu, að dregið verði úr tekjumissi foreldra meðan á orlofi stendur og að fæðingarorlofskerfið sé til þess fallið að jafna stöðu kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Eygló Harðardóttir ráðherra sagði þegar hún tók við skýrslunni úr hendi formanns starfshópsins í dag að tillögurnar endurspegli skýra sýn og almenna samstöðu um grundvallarmarkmið fæðingarorlofsins, þrátt fyrir fyrirvara. „Það verður að hækka hámarksgreiðsluna svo fólk sjái sér fært að nýta þennan rétt í meira mæli en verið hefur síðustu ár og síðast en ekki síst finnst mér mikilvægt að bæta stöðu þeirra sem hafa lágar tekjur og millitekjur, líkt og tillögur hópsins gera ráð fyrir.“ Starfshópurinn var skipaður í desember 2014 og var Birkir Jón Jónsson, fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins, formaður hans. ASÍ, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins áttu einnig fulltrúa í hópnum. Nánar má lesa um skýrsluna í frétt ráðuneytisins en hér má sjá skýrsluna sjálfa. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Lagt er til að hámarksgreiðslur foreldris úr Fæðingarorlofssjóði verði 600 þúsund krónur á mánuði og að tekjur allt að 300 þúsund króna á mánuði skerðist ekki, líkt og nú er. Þetta kemur fram í skýrslu sem starfshópur um framtíðarstefnu í fæðingarorlofsmálum skilaði til Eyglóar Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra í dag. Tillögurnar fela meðal í sér hækkun greiðslna og afnám skerðinga vegna tekna að 300 þúsund króna á mánuði, að fæðingarorlof verði lengt úr níu mánuðum í tólf og að leikskóladvöl verði tryggð í framhaldi af fæðingarorlofi.Fæðingarorlof lengt úr níu í tólf mánuðiÍ frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að allir fulltrúarnir standi að baki skýrslu hópsins en ekki hafi náðst samstaða um allar tillögurnar, líkt og fram komi í fyrirvörum með lokaskýrslu. Lagt er til að að tekjur foreldris að 300.000 krónum á mánuði skerðist ekki en að foreldrar fái 80% af þeim viðmiðunartekjum sem eru umfram 300.000 kr. Miðað er við að hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi hækki úr 370.000 kr. á mánuði í 600.000 kr. á mánuði. Lagt er til að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðum í tólf. Tíu mánuðir skiptist til helminga milli foreldra barns en tveir mánuðir verði sameiginlegir. Þá segir að mikilvægt sé fyrir jafnrétti kynjanna að unnt verði að bjóða börnum dvöl á leikskóla eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Af þessum ástæðum sé mikilvægt að leita leiða sem geri mögulegt að bjóða öllum börnum dvöl á leikskóla við tólf mánaða aldur.Eygló: „Verður að hækka hámarksgreiðsluna“Fulltrúar í starfshópnum eru sammála um að það skuli vera meginmarkmið að báðir foreldrar nýti að fullu rétt sinn til fæðingarorlofs til að vera með börnum sínum, að foreldrar nýti sameiginlegan rétt sinn að jöfnu, að dregið verði úr tekjumissi foreldra meðan á orlofi stendur og að fæðingarorlofskerfið sé til þess fallið að jafna stöðu kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði. Eygló Harðardóttir ráðherra sagði þegar hún tók við skýrslunni úr hendi formanns starfshópsins í dag að tillögurnar endurspegli skýra sýn og almenna samstöðu um grundvallarmarkmið fæðingarorlofsins, þrátt fyrir fyrirvara. „Það verður að hækka hámarksgreiðsluna svo fólk sjái sér fært að nýta þennan rétt í meira mæli en verið hefur síðustu ár og síðast en ekki síst finnst mér mikilvægt að bæta stöðu þeirra sem hafa lágar tekjur og millitekjur, líkt og tillögur hópsins gera ráð fyrir.“ Starfshópurinn var skipaður í desember 2014 og var Birkir Jón Jónsson, fyrrum varaformaður Framsóknarflokksins, formaður hans. ASÍ, BHM, BSRB, fjármála- og efnahagsráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins áttu einnig fulltrúa í hópnum. Nánar má lesa um skýrsluna í frétt ráðuneytisins en hér má sjá skýrsluna sjálfa.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira