Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 18:01 Páll Matthíasson mynd/lsp Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent