Forstjóri Landspítalans harðorður: Boðar uppsagnir og lokanir deilda ef „óboðlegt“ fjárlagafrumvarp verður samþykkt óbreytt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 18:01 Páll Matthíasson mynd/lsp Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er harðorður í nýjum pistli sem birtist á heimasíðu spítalans nú síðdegis. Þar beinir hann orðum sínum að þingmönnum sem hafa nú fjárlagafrumvarp næsta árs til umfjöllunar en Páll segir að framkvæmdastjórn spítalans vinni nú að því að laga rekstur spítalans að frumvarpinu. Hann segir það í höndum þingsins að breyta frumvarpinu svo ekki komi til mikils niðurskurðar á spítalanum. Ljóst er af lestri pistilsins að forstjórinn er afar ósáttur við fjárlagafrumvarpið sem hann segir „óboðlegt“ en Páll segir að ekki verði komist hjá uppsögnum, lokunum deilda og annarri skerðingu á þjónustu ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Af frumvarpinu leiðir aðhaldskrafa á Landspítala upp á 5,3 milljarða króna. Þeir viðbótarfjármunir (tæplega 4 milljarðar) sem ráð er fyrir gert í frumvarpinu koma ekki til móts við þá kröfu, enda renna þeir að mestu í launa- og verðlagsbætur,“ segir Páll. Forstjórinn segir að ekki verði hægt að mæta þessari aðhaldskröfu nema það hrikti verulega í stoðum spítalans. 70 prósent rekstrarkostnaðar liggi í mannahaldi og því er ljóst að það þurfi að segja upp fólki að sögn Páls. „Af því leiðir að einhver starfsemi mun verða skert og önnur lögð af. Aðrar leiðir eru ekki færar eftir vegferð síðasta áratugar. Verkefnið nálgast stjórnendur Landspítala út frá eftirfarandi forgangsröð. 1. Lífsbjargandi þjónusta; meðhöndlun alvarlegra bráðatilfella og lífshættulegra sjúkdóma. 2. Meðferð vegna alvarlegra langvinnra sjúkdóma. 3. Meðferð minna alvarlegra slysa og sjúkdóma. 4. Endurhæfing, forvarnir. 5. Þjónusta við þá sem lokið hafa meðferð á Landspítala.“ Páll minnir síðan á loforð stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar í október um að setja meira fé í heilbrigðiskerfið og birtir með pistlinum myndband, sem sjá má hér að neðan, frá fundi sex stjórnmálaflokka, Pírata, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar, með starfsfólki spítalans degi fyrir kosningar. Eins og sést á myndbandinu var mikill samhljómur milli flokka um mikilvægi Landspítalans og nauðsyn þess að efla þá þjónustu sem þar er veitt. „Í þessu ljósi er óhætt að segja, þegar horft er til fjárlagafrumvarpsins, að fjallið tók joðsótt og fæddist lítil mús. Frumvarp með aðhaldskröfum af þessu tagi er er ekki boðlegt sjúklingum og aðstandendum þeirra sem munu áfram þurfa að þiggja þjónustu sem of oft er undir okkar getu og þeirra væntingum. Frumvarpið er ekki boðlegt starfsfólki Landspítala sem dregið hefur þennan þunga vagn frá aldamótum og hafði fulla ástæðu til að ætla að nú yrði létt á byrðunum. Það er ekki boðlegt kjósendum þessa lands sem gerðu stjórnmálamönnum ljósa grein fyrir því hvar hjarta landsmanna slær: Með heilbrigðiskerfinu. En ekki hvað síst er frumvarpið óboðlegt sæmilega heilbrigðri skynsemi enda með öllu óskiljanlegt að nýta ekki þann frumkraft sem býr í öflugri starfsemi Landspítala þegar hann fær rými til að sinna sínum verkefnum,“ segir Páll í pistli sínum en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent