„Samtök atvinnulífsins vilja banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 09:24 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála sneri við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Vísir/Pjetur Alþýðusamband Íslands segir það skjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda. Segir sambandið að SA vilji þannig í raun banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Þetta kemur fram á vef ASÍ en tilefnið er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að höfða mál gegn Mjólkursamsölunni til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS.Sjá einnig: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðarÍ júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál.Sjá einnig: Sekt MS lækkuð um 440 milljónir „Alþýðusambandið leit brot Mjólkursamsölunnar mjög alvarlegum augum á sínum tíma, sem leiddi m.a. til þess að sambandið ákvað að skipa ekki fulltrúa í verðlagsnefnd mjólkurafurða og krafðist þess að umrædd undanþága mjólkuriðnaðarins gagnvart samkeppnislögum yrði afnumin,“ segir Alþýðusambandið og lýsir yfir stuðningi sínum við málshöfðunarheimild eftirlitsins. Í kjölfarið sendir ASÍ Samtökum atvinnulífsins pillu. „Til þess að verja hagsmuni Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Alþýðusamband Íslands segir það skjóta skökku við við Samtök Atvinnulífsins skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda. Segir sambandið að SA vilji þannig í raun banna Samkeppniseftirlitinu að verja almannahagsmuni. Þetta kemur fram á vef ASÍ en tilefnið er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að höfða mál gegn Mjólkursamsölunni til að fá úr því skorið hvort bann samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu taki að fullu til MS.Sjá einnig: Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðarÍ júlí á þessu ári komst Samkeppniseftirltið að þeirri niðurstöðu að MS hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði á sama tíma og MS sjálft og tengdir aðilar fengu sama hráefni á mun lægra verði og að auki undir kostnaðarverði. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins var sú að þetta veitti MS og tengdum aðilum töluvert samkeppnisforskot gagnvart keppinautum sínum. Með þessu hefði geta slíkra aðila til að keppa við MS verið skert með alvarlegum hætti. MS skaut ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn úrskurð 21. nóvember síðastliðinn. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Með lögum, sem tóku gildi árið 2011, var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til að bera úrskurði áfrýjunarnefndar undir dómstóla, en fyrir gildistöku laganna gátu aðeins einstök fyrirtæki höfðað slík mál.Sjá einnig: Sekt MS lækkuð um 440 milljónir „Alþýðusambandið leit brot Mjólkursamsölunnar mjög alvarlegum augum á sínum tíma, sem leiddi m.a. til þess að sambandið ákvað að skipa ekki fulltrúa í verðlagsnefnd mjólkurafurða og krafðist þess að umrædd undanþága mjólkuriðnaðarins gagnvart samkeppnislögum yrði afnumin,“ segir Alþýðusambandið og lýsir yfir stuðningi sínum við málshöfðunarheimild eftirlitsins. Í kjölfarið sendir ASÍ Samtökum atvinnulífsins pillu. „Til þess að verja hagsmuni Mjólkursamsölunnar sem er í yfirburða stöðu á íslenskum mjólkurmarkaði, hvetja Samtök atvinnulífsins til þess að ákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla verði fellt úr gildi. Það skýtur skökku við að hagsmunasamtök fyrirtækja í landinu skuli leggjast gegn því að Samkeppniseftirlitinu sé gert kleift að tryggja virka samkeppni á mjólkurmarkaði og vernda þar með hagmuni minni keppinauta og neytenda,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27
Segir úrskurðinn dauðadóm yfir keppinautum MS Mjólkurbúið KÚ segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála alvarlegan áfellisdóm yfir starfsháttum Mjólkursamsölunnar (MS) og dauðadóm yfir keppinautum fyrirtækisins. 22. nóvember 2016 10:34