Illugi leggur áherslu á að RÚV virði hlutleysisskyldu sína Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 15:30 Frá undirrituninni. F.v. Illugi Gunnarsson, Karitas H. Gunnarsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson, Ásta Magnúsdóttir og Magnús Geir Þórðarson. Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu var undirritaður í morgun. Samkvæmt tilkynningu er gert ráð fyrir því að minnst níu prósent af heildartekjum félagsins verði útvistað til efnisframleiðslu innlends leikins efnis hjá sjálfstætt starfandi framleiðendum. Heildarverðmæti leikins efnis verður því tæpar 650 milljónir króna á fyrsta árinu. „Þetta fyrirkomulag mun tryggja gæði framleidds efnis með því að nýta kosti samkeppninnar meðal sjálfstætt starfandi framleiðenda, enda er áskilið að efnisval fari fram með faglegum og gagnsæjum hætti. Ríkisútvarpið mun í þessu skyni efna til samstarfs við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur,“ segir í tilkynningunni. Þá eru börn sögð vera í forgrunni í samningnum. Þá er tekið fram þar að allt efni sem ætlað sé börnum og ungmennum sé óhlutdrægt og sé óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum. Í þjónustusamningnum er kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli á gildistíma samningsins leggja aukna áherslu á innlenda dagskrárgerð og að færa menningarefni framar í forgangsröðun í dagskrá. „Með þessu getur Ríkisútvarpið skapað sér aukna sérstöðu á fjölmiðlamarkaði, en á sama tíma er kveðið skýrt á um að félagið skuli gæta sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum í starfsemi sinni. Í þjónustusamningnum er einnig kveðið á um að sjónvarpsefni frá Norðurlöndum verði að lágmarki 7,5% af útsendu efni, en hlutfall sjónvarpsefnis á enskri tungu skal dragast saman um að minnsta kosti 5% á samningstímanum.“ Þá segir í tilkynningunni að leggja eigi áherslu á að tryggja eftir fremsta megni fagleg vinnubrögð og að innra eftirlit og gæðaferlar séu virkir. Ríkisútvarpið setji sér reglur um innra eftirlit og gæðamál. „Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.“ Tengdar fréttir Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu var undirritaður í morgun. Samkvæmt tilkynningu er gert ráð fyrir því að minnst níu prósent af heildartekjum félagsins verði útvistað til efnisframleiðslu innlends leikins efnis hjá sjálfstætt starfandi framleiðendum. Heildarverðmæti leikins efnis verður því tæpar 650 milljónir króna á fyrsta árinu. „Þetta fyrirkomulag mun tryggja gæði framleidds efnis með því að nýta kosti samkeppninnar meðal sjálfstætt starfandi framleiðenda, enda er áskilið að efnisval fari fram með faglegum og gagnsæjum hætti. Ríkisútvarpið mun í þessu skyni efna til samstarfs við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur,“ segir í tilkynningunni. Þá eru börn sögð vera í forgrunni í samningnum. Þá er tekið fram þar að allt efni sem ætlað sé börnum og ungmennum sé óhlutdrægt og sé óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum. Í þjónustusamningnum er kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli á gildistíma samningsins leggja aukna áherslu á innlenda dagskrárgerð og að færa menningarefni framar í forgangsröðun í dagskrá. „Með þessu getur Ríkisútvarpið skapað sér aukna sérstöðu á fjölmiðlamarkaði, en á sama tíma er kveðið skýrt á um að félagið skuli gæta sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum í starfsemi sinni. Í þjónustusamningnum er einnig kveðið á um að sjónvarpsefni frá Norðurlöndum verði að lágmarki 7,5% af útsendu efni, en hlutfall sjónvarpsefnis á enskri tungu skal dragast saman um að minnsta kosti 5% á samningstímanum.“ Þá segir í tilkynningunni að leggja eigi áherslu á að tryggja eftir fremsta megni fagleg vinnubrögð og að innra eftirlit og gæðaferlar séu virkir. Ríkisútvarpið setji sér reglur um innra eftirlit og gæðamál. „Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.“
Tengdar fréttir Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11