Illugi leggur áherslu á að RÚV virði hlutleysisskyldu sína Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 15:30 Frá undirrituninni. F.v. Illugi Gunnarsson, Karitas H. Gunnarsdóttir, Guðlaugur G. Sverrisson, Ásta Magnúsdóttir og Magnús Geir Þórðarson. Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu var undirritaður í morgun. Samkvæmt tilkynningu er gert ráð fyrir því að minnst níu prósent af heildartekjum félagsins verði útvistað til efnisframleiðslu innlends leikins efnis hjá sjálfstætt starfandi framleiðendum. Heildarverðmæti leikins efnis verður því tæpar 650 milljónir króna á fyrsta árinu. „Þetta fyrirkomulag mun tryggja gæði framleidds efnis með því að nýta kosti samkeppninnar meðal sjálfstætt starfandi framleiðenda, enda er áskilið að efnisval fari fram með faglegum og gagnsæjum hætti. Ríkisútvarpið mun í þessu skyni efna til samstarfs við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur,“ segir í tilkynningunni. Þá eru börn sögð vera í forgrunni í samningnum. Þá er tekið fram þar að allt efni sem ætlað sé börnum og ungmennum sé óhlutdrægt og sé óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum. Í þjónustusamningnum er kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli á gildistíma samningsins leggja aukna áherslu á innlenda dagskrárgerð og að færa menningarefni framar í forgangsröðun í dagskrá. „Með þessu getur Ríkisútvarpið skapað sér aukna sérstöðu á fjölmiðlamarkaði, en á sama tíma er kveðið skýrt á um að félagið skuli gæta sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum í starfsemi sinni. Í þjónustusamningnum er einnig kveðið á um að sjónvarpsefni frá Norðurlöndum verði að lágmarki 7,5% af útsendu efni, en hlutfall sjónvarpsefnis á enskri tungu skal dragast saman um að minnsta kosti 5% á samningstímanum.“ Þá segir í tilkynningunni að leggja eigi áherslu á að tryggja eftir fremsta megni fagleg vinnubrögð og að innra eftirlit og gæðaferlar séu virkir. Ríkisútvarpið setji sér reglur um innra eftirlit og gæðamál. „Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.“ Tengdar fréttir Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Samningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Ríkisútvarpsins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu var undirritaður í morgun. Samkvæmt tilkynningu er gert ráð fyrir því að minnst níu prósent af heildartekjum félagsins verði útvistað til efnisframleiðslu innlends leikins efnis hjá sjálfstætt starfandi framleiðendum. Heildarverðmæti leikins efnis verður því tæpar 650 milljónir króna á fyrsta árinu. „Þetta fyrirkomulag mun tryggja gæði framleidds efnis með því að nýta kosti samkeppninnar meðal sjálfstætt starfandi framleiðenda, enda er áskilið að efnisval fari fram með faglegum og gagnsæjum hætti. Ríkisútvarpið mun í þessu skyni efna til samstarfs við Kvikmyndamiðstöð Íslands og sjálfstæða framleiðendur,“ segir í tilkynningunni. Þá eru börn sögð vera í forgrunni í samningnum. Þá er tekið fram þar að allt efni sem ætlað sé börnum og ungmennum sé óhlutdrægt og sé óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum. Í þjónustusamningnum er kveðið á um að Ríkisútvarpið skuli á gildistíma samningsins leggja aukna áherslu á innlenda dagskrárgerð og að færa menningarefni framar í forgangsröðun í dagskrá. „Með þessu getur Ríkisútvarpið skapað sér aukna sérstöðu á fjölmiðlamarkaði, en á sama tíma er kveðið skýrt á um að félagið skuli gæta sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum í starfsemi sinni. Í þjónustusamningnum er einnig kveðið á um að sjónvarpsefni frá Norðurlöndum verði að lágmarki 7,5% af útsendu efni, en hlutfall sjónvarpsefnis á enskri tungu skal dragast saman um að minnsta kosti 5% á samningstímanum.“ Þá segir í tilkynningunni að leggja eigi áherslu á að tryggja eftir fremsta megni fagleg vinnubrögð og að innra eftirlit og gæðaferlar séu virkir. Ríkisútvarpið setji sér reglur um innra eftirlit og gæðamál. „Í þágu gæða og fagmennsku er einnig gert ráð fyrir að starfsfólk Ríkisútvarpsins starfi eftir siðareglum og að fréttareglur fréttastofu verði uppfærðar. Jafnframt er kveðið sérstaklega á um hlutleysisskyldu fréttastofu og að ólík sjónarmið komi fram.“
Tengdar fréttir Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Stjórnarmenn RÚV efast um fyrirheit Illuga Segja nýjan þjónustusamning RÚV gerðan „í skugga verulegs niðurskurðar“. 5. apríl 2016 11:11