Flestir myndu kjósa rafrænt Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Um það bil átta af hverjum tíu, sem afstöðu taka, segja að þeir myndu kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar. Tuttugu prósent segjast ekki myndu gera það. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Fréttablaðið gerði mánudaginn 13. júní. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir rafrænar kosningar mjög flókið fyrirbæri. Hann myndi ekki vilja heimila rafrænar kosningar um mikilvæg mál, eins og þegar forseti Íslands er kosinn, þegar kosið er til þings, eða þegar þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál færi fram. „Ekki eins og er, kannski í framtíðinni,“ segir Helgi. Helgi segir að með rafrænum kosningum vakni upp spurningar um öryggi, möguleika á endurtalningu og leynd. „Þetta eru allt saman flóknar spurningar þegar kemur að rafrænum kosningum,“ segir Helgi en bætir þó við að hin hefðbundna leið sé alls ekki gallalaus. „Einfalt dæmi sem varðar kosningaleynd í internetkosningum er að þú getur ekki treyst því að kjósandinn sé einn þegar hann situr fyrir framan tölvuna. Og þá þarf að vega og meta hvað er heppilegt og við hvaða aðstæður,“ segir Helgi Hrafn. Hann vekur athygli á því að það sé ekki það sama að taka ákvörðun í félagasamtökum eða á sveitarstjórnarstiginu annars vegar og svo flóknari mál eins og alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að Evrópusambandinu. „Málið snýst ekki bara um að skrifa eitthvað forrit og skella því á netið og þá er komið eitthvað rafrænt lýðræði. Þetta er miklu flóknara en það,“ segir Helgi Hrafn. Hann bætir því við að hann vilji þó gera tilraunir, til dæmis á sveitarstjórnarstiginu og í félagasamtökum. „Við gerum þetta og Samfylkingin gerir þetta líka,“ segir hann. Í sveitarstjórnarlögum er tilraunaákvæði um rafrænar íbúakosningar í sveitarfélögum sem gildir fram á mitt ár 2018. Samkvæmt því getur ráðherra heimilað sveitarfélögum, sem á annað borð eru að framkvæma íbúakosningar samkvæmt lögum, að þær kosningar verði rafrænar. Á grundvelli þessara laga hefur verið sett reglugerð og tvisvar verið haldnar rafrænar íbúakosningar. Annars vegar í Ölfusi og hins vegar í Reykjanesbæ. Könnunin var gerð mánudagskvöldið 13. júní. Hringt var í 926 manns þar til náðist í 802 og var svarhlutfallið því 86,6 prósent. Spurt var: Myndir þú kjósa forseta Íslands með rafrænum hætti, væri sá möguleiki til staðar? Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Alls tóku 93,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira