Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 15:53 Frá Orkumótinu í Vestmannaeyjum 2014. Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“ Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“
Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent