Ósætti á Orkumótinu: Bönnuðu stelpu að spila stærsta leik ævi sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2016 15:53 Frá Orkumótinu í Vestmannaeyjum 2014. Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“ Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Orkumótinu í Vestmannaeyjum lauk um helgina og var vafalítið mikil upplifun fyrir þá stráka og stelpur sem spiluðu og foreldra þeirra. Mótið skiptir ungu kynslóðina eðlilega miklu máli eins og sést til dæmis í tilfelli foreldra Arnórs Ingva Traustasonar sem voru ekki viðstödd 2-1 sigurinn á Austurríki þar sem sonur þeirra skoraði sigurmarkið eins og frægt er orðið. Ástæðan var sú að hinn níu ára gamli Viktor Árni var að spila með 6. flokki Keflavíkur í Vestmannaeyjum. Orkumótið er fyrir 6. flokk karla, þar spiluðu í ár 108 félög alls 600 leiki. Sum félög á Íslandi bjóða ungum og efnilegum stelpum að æfa og spila með strákaliðinu einfaldlega til að þær fái meiri samkeppni. Þannig er það til dæmis hjá Gróttu á Seltjarnarnesi og var ein þeirra efnilegasta stúlka í liði þeirra og stóð sig vel. KSÍ heimilar stelpum að spila með strákum í yngri flokkum. Svo vel stóð hún sig að Grótta valdi hana sem fulltrúa sinn í landsleikinn, árlega viðureign landsliðs og pressuliðs sem fram fer á aðalvelli ÍBV, Hásteinsvelli. Um mikinn heiður er að ræða fyrir leikmenn á mótinu. Valið fer þannig fram að hvert félag velur fulltrúa sinn og segist Pétur Már Harðarson, þjálfari 6. flokks Gróttu, hafa valið þann leikmann sem skaraði fram úr í A-liði Gróttu og hafði auk þess sinnt æfingum afskaplega vel í allan vetur og í vor „Fyrirmyndariðkandi í alla staði,“ segir Pétur Már í ítarlegri Fésbókarfærslu um málið.Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður var á Orkumótinu um helgina eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Mikil stemning var á mótinu. Sagt að breyta valinu „Seinni partinn á laugrdaginn fékk ég svo símtal frá mótsstjórn þar sem mér val tilkynnt að ég þyrfti að breyta og tilnefna annan leikmann. Af hverju? Af því að ég valdi stelpu sem fulltrúa Gróttu í landsleikinn,“ segir Pétur og er greinilega allt annað en sáttur eins og fleiri úr herbúðum Gróttu sem Vísir hefur rætt við. „Umrædd stelpa hefur æft með 6. flokki karla frá fyrstu æfingu í haust og tekið þátt í öllum leikjum og mótum. KSÍ heimilar jú stelpum að keppa með strákum upp í 3. eða 4. flokk. Fyrir mér er hún ekki gestur í okkar flokki heldur fullgildur meðlimur.“ Pétur segir útskýringar mótstjórnar hafa verið á þá leið að Orkumótið væri strákamót og því ættu strákar að spila landsleikinn. Gamaldagsviðhorf „Eftir að hafa maldað í móinn var mér einfaldlega sagt að Grótta þyrfti að gera betur og tefla fram liðum í 6. flokki kvenna. Það gerum við svo sannarlega og nú um helgina spila þrjú lið frá 6. flokki kvenna í Gróttu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki.“ Hjá Gróttu sé hins vegar hugsað út fyrir kassann og stelpur fá að æfa með strákum telji þjálfarar það henta þeim betur en að æfa með réttum flokki, sé miðað við fæðingarár og kyn. „Mér finnst afskaplega dapurt að gamaldags viðhorf séu enn áberandi í íslenskum fótbolta og því ákvað ég að vekja athygli á þessu.“
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira