Formaður SHÍ um nýtt LÍN-frumvarp: Lítur vel út fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 15:44 Fyrirhugaðar eru breytingar á námslánakerfi LÍN. Vísir/Valli Kristófer Már Maronsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að við fyrstu sýn líti fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN sem kynntar voru í dag vel út. Að öllum líkindum muni þær koma sér vel fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands. „Við fyrstu sýn lítur þetta betur út en núverandi kerfi,“ segir Kristófer Már en Stúdentaráð fékk kynningu á fyrirhuguðum breytingum í gær. „Ég held að flestir séu sammála um það að fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands líti þetta mjög vel út. Fyrir nemendur HÍ er að öllum líkindum betra að fá svona beina styrki þar sem þeir fá að öllum líkindum lægstu lánin.“Samkvæmt frumvarpi Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. Geta námsmenn ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta.Sjá einnig: Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk„Það er frábært að hægt sé að fá námsstyrki án þess að taka lán sem er ekki inn í núverandi kerfi,“ segir Kristófer sem bendir á að líklegt sé að breytingarnar verði til þess að þörf nemenda til þess að vinna með háskólanámi minnki. „Ég tel að þetta hafi þau áhrif að þau sem þurfa að vinna með námi geti nú unnið minna og tekið styrkinn,“ segir Kristófer. „Einnig ættu þau sem ekki þurfa mikil lán núna að geta látið styrkinn duga.“ Kristófer bendir þó að Stúdentaráð hafi ekki fengið frumvarpið um breytingarnar í hendurnar, aðeins kynninguna frá því í gær. Stúdentaráð muni fara betur ofan í saumana á því til þess að sjá hvort einhverjir leyndir gallar leynist í því. Tengdar fréttir Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Kristófer Már Maronsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að við fyrstu sýn líti fyrirhugaðar breytingar á námslánakerfi LÍN sem kynntar voru í dag vel út. Að öllum líkindum muni þær koma sér vel fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands. „Við fyrstu sýn lítur þetta betur út en núverandi kerfi,“ segir Kristófer Már en Stúdentaráð fékk kynningu á fyrirhuguðum breytingum í gær. „Ég held að flestir séu sammála um það að fyrir flesta nemendur Háskóla Íslands líti þetta mjög vel út. Fyrir nemendur HÍ er að öllum líkindum betra að fá svona beina styrki þar sem þeir fá að öllum líkindum lægstu lánin.“Samkvæmt frumvarpi Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra, munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. Geta námsmenn ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta.Sjá einnig: Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk„Það er frábært að hægt sé að fá námsstyrki án þess að taka lán sem er ekki inn í núverandi kerfi,“ segir Kristófer sem bendir á að líklegt sé að breytingarnar verði til þess að þörf nemenda til þess að vinna með háskólanámi minnki. „Ég tel að þetta hafi þau áhrif að þau sem þurfa að vinna með námi geti nú unnið minna og tekið styrkinn,“ segir Kristófer. „Einnig ættu þau sem ekki þurfa mikil lán núna að geta látið styrkinn duga.“ Kristófer bendir þó að Stúdentaráð hafi ekki fengið frumvarpið um breytingarnar í hendurnar, aðeins kynninguna frá því í gær. Stúdentaráð muni fara betur ofan í saumana á því til þess að sjá hvort einhverjir leyndir gallar leynist í því.
Tengdar fréttir Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði. 27. maí 2016 13:31